Hjónin Richard og Anna Wagner í Berlín tóku mynd af sér við jólatréð hvert ár í yfir fjóra áratugi.
Þau sendu ljósmyndirnar sem jólakort til vina og ættingja. Sú fyrsta var tekin á aðfangadagskvöld 1900, árið sem Wagner-hjónin giftust, en sú síðasta 1942.
Óhætt er að segja að myndirnar endurspegli sögu Þýskalands, sem var auðvitað sérstaklega stormasöm á tímabilinu. Við sjáum áhrif beggja heimsstyrjalda. Þarna eru tækninýjungar eins og ryksugan sem birtist 1927.
Og hjónin eldast saman.
Myndirnar eru geymdar hjá Heimatmuseum Charlottenburgí Berlín.