Drekkur þú Dr. Pepper? Ekki? En heitt og gott Dr. Pepper á jólunum? Ekki? Þú ert nú meiri skunkurinn.

 

Hver veit nema að niðjar okkar hneykslist á „blöndunni minni, blöndunni þinni“, eins og ölgerðin kallar hinn víðfræga samruna malts og appelsín. Og ef verur frá öðrum sólkerfum villast hingað til jarðar þá er ekki ólíklegt að þær muni fúlsa við þessum furðulega drykk.

 

En eitt sinn var drukkinn enn furðulegri drykkur yfir hátíðirnar, svo furðulegur að það mætti ímynda sér að hann renni í æðum geimveranna. Þetta var heitt Dr. Pepper!

 

Við sjáum myndband:

 

Heitt Dr. Pepper var drukkið yfir jól og aðrar hátíðir á sjöunda áratugnum. Allavega reyndi framleiðandi þessa görótta drykks vestanhafs að festa hefðina í sessi. Með litlum árangri eða hvað? Hér eru auglýsingar frá sjöunda áratugnum:

 

drpepper2 drpepper3 drpepper4