Maður er nefndur Roger L. Goodman. Hann var hermaður hjá Bandaríkjaher og starfaði fyrir hann á herstöðinni í Keflavík frá júní 1978 til maí 1979 og svo aftur frá nóvember 1981 til desember 1984.

Goodman er frábær ljósmyndari eins og við sjáum hér fyrir neðan. Ísland um 1983 og 1984 birtist á myndum hans með einkar athyglisverðum sjónarhornum hins erlenda hermanns, sem á Flickr-síðu sinni segist elska landið.

Ljósmyndarinn er örlátur því hann hefur merkt myndirnar með svokölluðu CC BY-SA 2.0-leyfi, en það leyfir birtingu þeirra svo lengi sem nafn höfundar sé látið fylgja.

Allar myndir eftir Roger Goodman, all photos by Roger Goodman (CC BY-SA 2.0).

Álverið í Straumsvík
Keilir í vetrarlitum.
Jólalegt í Austurstræti.
Lækjartorg.
Lækjargata í Reykjavík.
Hús verslunarinnar, reist 1982.
Horft yfir Reykjavík.
Kirkja Óháða safnaðarins á Háteigsvegi í Reykjavík.
Umferð á Höfuðborgarsvæðinu, 2. febrúar, 1984.
Reykjavíkurflugvöllur frá turni Hallgrímskirkju.
Þjóðlegur búðargluggi í Reykjavík í júní 1984.
Veitingastaðirnir Southern Fried Chicken og Svarta pannan þar sem nú er Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur.
Útitaflið við Lækjargötu, 1983.
Geysir og Strokkur gjósa samtímis í júní 1984.
Regnbogi við Gullfoss, júní 1984.
Kröflueldar, 1984.
„Kröflueldar stóðu frá desember 1975 til september 1984. Fram til 1979 einkenndist virknin af kvikuhlaupum, þar sem bergkvika streymdi að mestu neðanjarðar frá megineldstöðinni inn í sprungukerfið til norðurs og suðurs. Kvikuhlaupin tengdust gliðnun á sprungusveiminum, en er fullgliðnað var 1980 tóku við goshrinur, sex að tölu, sem mynduðu hraunbreiðu 35 ferkílómetra að flatarmáli og 0,25 rúmkílómetra að magni. Lengd gossprungu var um 11 kílómetrar.“ – Vísindavefurinn.
Verslunin Hljómval í Keflavík.
Keflavík 1984.
Akraborgin.
Á Vestfjörðum.
Á Vestfjörðum.
Kirkjugarðurinn á Brjánslæk á Barðaströnd.
„Gamla prestsetrið á Brjánslæk. Það var byggt árið 1912 í tíð Bjarna prófasts Símonarsonar. Það hefur nú verið gert upp af miklum myndarskap.“ – Snæbjörn Reynisson.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, byggð á árunum 1975-1995. Arkitekt: Jes Einar Þorsteinsson.
Hótel Ísafjörður.
Garðskagaviti eldri, reistur 1897.

„Vitinn var byggður árið 1897 í umsjá dönsku vitamálastofnunarinnar og hannaður af starfsmönnum hennar. Vitinn er steinsteyptur, ferstrendur kónískur turn, 11,4 m að hæð. Ljóshúsið var úr járnsteypu, sömu gerðar og ljóshús Gróttuvita, en það ljóshús er nú Súgandiseyjarviti við Stykkishólm. Eins og sjá má hefur það verið fjarlægt af vitanum. Varðklefi úr timbri var byggður utan á vitann en steinsteypta viðbyggingin sem enn stendur var reist í hennar stað.
Ljósgjafi vitans var steinolíulampi en einföld katadíoptrísk snúningslinsa var notuð til að magna ljósið. Lóðagangsverk var notað til að snúa linsunni.
Notkun vitans var hætt haustið 1944 þegar yngri Garðskagavitinn var tekinn í notkun. Vitinn er nú friðaður.“ – sjóminjar.is
Flókalundur.
Kirkjugarðurinn í Sandgerði.
Sæluhús, Þorskafjarðarheiði.
Kindur á ferð við Brandagil í Hrútafirði.
Á leið til Þórsmerkur, apríl 1984.
Á herstöð Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli., 1982.
Herstöðin.
Radarstöð bandaríska flughersins á Stokksnesi við Hornafjörð, 1983.
Regnbogi yfir verslunarmiðstöðinni Viking Mall í herstöðinni, ágúst 1983.