Vídjó

Árin líða og minningin um herstöð Bandaríkjahers á Miðnesheiði verður sífellt fjarlægari. United States Naval Air Station Keflavik (NASKEF) var lokað í september 2006 vegna niðurskurðar hjá bandaríska hernum. Þar lauk stórum kafla í Íslandssögunni sem hófst þegar bandarískur her steig fyrst á land á Íslandi árið 1941 þegar hann leysti breska setuliðið af.

 

Hér fyrir ofan sjáum við undirbúningsmyndband frá því snemma á tíunda áratugnum. Myndbandið var hugsað fyrir hermenn á leið til Íslands. Farið var yfir helstu staðreyndir um landið og húsakynni hermanna sýnd.

 

1024px-NAS_Keflavik_aerial_of_hangars_1982

U.S. Naval Air Station Keflavik, 19. ágúst árið 1982.

 

Herstöðin var í raun lítill bandarískur bær sem hafði lítið með íslenskt samfélag að gera. Hér eru íþróttafréttir á sjónvarpsstöð herstöðvarinnar árið 1990. Sýnt er frá hafnaboltakeppni á vellinum. Reyndar er eina athugasemdin við þetta myndband á YouTube svohljóðandi: „Guð minn góður! Hræðilegar minningar!“

 

Vídjó

 

Og hér eru fréttir á sömu sjónvarpsstöð:

 

Vídjó

 

1024px-NAS_Keflavik_aerial_view_1982

Herstöðin 19. ágúst 1982.