Vídjó

Andlát Jeanne Calment frá Frakklandi árið 1997 var heimsfrétt. Enda var hún 122 ára og 164 daga gömul, fædd árið 1875, elsta mannvera sögunnar. Allt stóð heima í skjölum og pappírum. Það telst fullsannað að Jeanne varð svona gömul.

 

En nafnbótinni „elsti mannvera heims“ fylgir mikill heiður og frægð og því er ekki skrýtið að hún sé eftirsótt. Það er því algengt að gamlingjar stígi fram og þykist vera mun eldri en þeir eru.

 

Tyrkinn Zaro Aga var einn af frægustu „gömlu körlum“ heims um 1930 og ferðaðist víða um lönd, til dæmis til Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Ítalíu. Hann sagðist vera langelsti maður heims, fæddur einhvern tímann á milli 1774 og 1777 í Mutki í Ottóman-veldinu, þar sem nú er austurhluti Tyrklands. Hann gat þó ekki sannað aldur sinn með réttum hætti.

 

 

Hann flutti ungur til Istanbúl og vann þar – að eigin sögn – sem húsvörður þangað til hann var 150 ára.

 

Myndbandið hér fyrir ofan sýnir Zaro á ferðalögum sínum um vestrið, þar sem hann var hálfgerður sýningargripur. Hann lést í bílslysi árið 1934 í Istanbúl. Læknir skrifaði á dánarvottorð að hann hefði verið 157 ára.

 

Líkið var síðan flutt til Bandaríkjanna þar sem það var rannsakað hátt og lágt. Þar komust menn að því að Zaro Aga var „aðeins“ 97 ára gamall þegar hann lést.