Sérfræðingar hjá þýsku rannsóknarlögreglunni (BKA) í Wiesbaden bjuggu til þessa mynd með því að skeyta saman fjórum málverkum af tónskáldinu Wolfgang Amadeus Mozart (1756-1791).

 

Það er óþarfi að taka fram að ljósmyndatæknin var auðvitað ekki komin til sögunnar á átjándu öld og myndin er engan veginn „raunveruleg“, en hún sameinar sömu þætti á mörgum myndum til að búa til nokkurs konar meðaltalsmynd.

 

Bent hefur verið á að Mozart hafi líklega ekki verið jafn „myndarlegur“ og þessi mynd sýnir. Tæknin sem hér er notuð skapar symmetríu og meðaleinkenni sem þykja aðlaðandi í andlitum fólks, en ekki er víst að tónsnillingurinn austurríski hafi verið jafn symmetrískur.

 

Skoðum Mozart á málverkum:

 

Mozart árið 1777.

 

Málverk sem Joseph Lange málaði árið 1782 en náði ekki að klára.

 

Teikning eftir Doris Stock frá 1789 þegar Mozart ferðaðist til Dresden.

 

Mozart-fjölskyldan um 1780, málverk eftir Johann Nepomuk della Croce. Frá vinstri: Systirin Maria Anna, Wolfgang Amadeus sjálfur og loks faðir hans, Leopold Mozart. Móðir tónskáldsins er á málverkinu fyrir ofan.

 

Nærmynd af Mozart á málverki della Croce fyrir ofan.

 

Barbara Kraft málaði þetta málverk af meistaranum árið 1819, löngu eftir andlát hans. Málarinn notaðist við ýmis málverk til að „finna“ andlitið.