Árið 1961 hvarf ungur Bandaríkjamaður sportlaust langt inni í regnskógi Nýju Gíneu, á yfirráðasvæði herskárrar frumbyggjaþjóðar sem fáir Vesturlandabúar höfðu heimsótt áður. Ungi maðurinn hét Michael Rockefeller og var sonur ríkisstjóra New York og verðandi varaforseta Bandaríkjanna, og langafabarn eins ríkasta manns sögunnar.

 

En þrátt fyrir gífurlegan auð Rockefeller-fjölskyldunnar bar marga vikna umfangsmikil leit engan árangur. Ekkert spurðist til Michaels Rockefeller fyrr en meira en fimm áratugum síðar, þegar blaðamaður nokkur fór inn í regnskóginn og komst að sannleikanum.