Vídjó

Árið 1964 voru 50 ár liðin frá upphafi fyrri heimsstyrjaldar og breska ríkisútvarpið BBC framleiddi af því tilefni vandaða þáttaröð um stríðið í samvinnu við CBC frá Kanada og ABC frá Ástralíu.

 

Í þáttunum, sem eru 26 talsins og um það bil 40 mínútur að lengd, er birt gífurlega mikið af myndefni frá 1914 til 1918. Þá eru viðtöl við fólk sem upplifði stríðið, sem nú eru ómetanlegar heimildir um hið skelfilega stríð enda eru nánast allir sem það upplifðu nú látnir.

 

Leikarinn Michael Redgrave er sögumaður. Horfið á alla þættina með YouTube-tenglinum hér fyrir ofan.

 

Þessi mynd, sem sýnir bugaða hermenn í skotgröfum, sést í upphafi hvers þáttar en hún hefur með tímanum orðið ein þekktasta ljósmynd fyrrsta stríðs.

Þessi mynd, sem sýnir drulluskítuga hermenn í skotgröfum, sést í upphafi hvers þáttar en hún hefur með tímanum orðið ein þekktasta ljósmynd fyrra stríðs.