Viktor Tsjernomyrdin, forsætisráðherra Rússlands 1992-1998, var einn litríkasti stjórnmálamaður landsins. Hans verður lengi minnst hjá rússnesku þjóðinni fyrir furðuleg gullkorn sem hrundu af vörum hans í gegnum tíðina.

 

Tsjernomyrdin var nefnilega frægur fyrir illa ígrundaðar setningar, málvillur og mismæli. Honum var oft líkt við George W. Bush að þessu leyti. Orð hans, „við vildum það besta, en það endaði eins og venjulega“, sem hann lét falla um efnahagsmál í Rússlandi, eru orðin að eins konar málshætti. Tsjernomyrdin vísaði þar til gjörsamlega misheppnaðra aðgerða rússneska seðlabankans í gjaldeyrismálum árið 1993.

 

Hér eru nokkur önnur fleyg orð Viktors Tsjernomyrdin (1938-2010):

260px-ЧЕРНОМЫРДИН_Виктор_Степанович

Þú verður að hugsa hvað þú skilur.

 

Betra en vodka er ekkert verra.

 

Það var ekkert slíkt í gangi frá upphafi, og núna er það aftur orðið þannig.

 

Við höfum eina átt – þá réttu.

 

Stjórnvöld eru ekki líkami sem þú getur með tungunni eins og þér þóknast.

 

Það er betra að vera höfuðið á flugu en afturendinn á fíl.

 

27 milljónir enduðu uppi án handleggja, fótleggja og án einskis meir.

 

Sálin þjáist fyrir barnabörn og landið.

 

Þú verður að hugsa hvað þú skilur.

 

Reglurnar sem voru reglur voru ekki reglur.

 

Við höfum enn tíma til að bjarga andlitinu. Síðar munum við þurfa að bjarga öðrum líkamshlutum.

 

Við þurfum vín til að vera hraust og við þurfum að vera hraust til að geta drukkið vodka.

 

Ég hef lifað lífinu í andrúmslofti olíu og gass.

 

Ég get talað við alla á öllum tungumálum, en kýs að nota ekki það verkfæri.

 

Ásakaður um hvað? Spillingu? Hverjir? Ég? Hver? Bandaríkin? Hva, voru þeir þar að vakna núna?

 

Ég mála ekki, en ef ég geri það mun ég ekki fyrir neinum sýnast vera of smár.

 

Tsjernomyrdin skoðar veisluhlaðborð hlaðið vodka og öðrum góðgerðum: