Bjórbannið svokallaða stóð fram til 1. mars 1989. Fram að þeim degi gátu landsmenn hvorki keypt bjór í ríkinu né á krám. En ekki allir Íslendingar voru ósattir við þetta ástand mála.

 

Helgi Hanesson

Helgi Hanesson

Þegar ég hugleiði hávaða þeirra, sem hamast mest gegn bjórbanninu, finnst mér því líkt sem þeir séu að vinna skammarlegt skítverk,“ segir Helgi Hannesson í Tímanum, 13. apríl 1984.   [Sumir segja að hér] gefst „gullið tækifæri, til þess að breyta áfengismenningu okkar til hins betra“ … Eins rökrétt væri að segja: Ísland er ekki þjóflaust. Hér skal því öllum leyft að stela — og börnum kennt það ungum — til þess að breyta til betra þjófamenningunni!“

 

Rúnar Guðbjartsson

Rúnar Guðbjartsson

„BJÓRBANNIÐ HEFUR VIRKAÐ,“ skrifar Rúnar Guðbjartsson í Morgunblaðið 17. mars 1988.  „Ekkert er eins leiðandi fyrir ungt fólk, hvort það velur líf með eða án vímu, en bjórdrykkja, því að hún er öðruvísi en önnur áfengisneyzla, vegna þess í hve handhægum umbúðum bjórinn er seldur, hann er notaður sem svaladrykkur og með mat og á áhorfendapöllum íþróttaleikvanga, á ferðalögum, nánast hvar sem er, hvenær sem er, og það er sannfæring mín að þegar unga fólkið er farið að nota einn vímugjafa þá er orðið styttra í að nota aðra vímugjafa, bæði í föstu, fljótandi og reykformi.“

 

 

,,Það er nóg fyrir af þessu bölvaða sulli," sagði kona úti á landi.

,,Það er nóg fyrir af þessu bölvaða sulli,“ sagði kona úti á landi, ,,Við verðum að hugsa um börnin.“ Úr DV, 16. mars 1984.