Vídjó

Lemúrinn hefur áður fjallað um bandarísku blúshetjuna og morðingjann Lead Belly, sem heillaði fangelsisstjóra og aðra ráðamenn með gítargutli sínu og fallegum söngvum. Hér fyrir ofan sjáum við stutta mynd sem gerð var um kappann árið 1935 og samstarf hans við þjóðlaga­fræð­ing­inn John Lomax hjá bandaríska þingbókasafninu. Þetta er furðuleg mynd um alvöru atburði, hálfgerð frétt sem er samt leikin og greinilega með handriti. Lesið um ævi hans og hlustið á „blúsinn um herra Hitler“ með því að smella á linkinn.