Vídjó

Anna í Hlíð var sjónvarpsþáttur með „blönduðu efni“ ætluðu ungu fólki sem var á dagskrá sjónvarpsins árið 1975. Þátturinn var í umsjá tónlistar- og fjölmiðlamannsins Helga Péturssonar.

 

Meðal gesta þáttarins var Gunnlaugur Guðmundsson, dansari og dansstjóri á gömludansaböllum — í raun sannkallaður konungur gömlu dansanna, að minnsta kosti ef marka má Gunnlaug í viðtalinu, en hann er ansi kokhraustur.

 

Gunnlaugur segir Helga meðal annars frá þeirri öfund sem hann mætir frá yngri dönsurum (sem öfundast út í hvað hann er „teinréttur á gólfinu“), almennri hnignun danskunnáttu, kastljósi erlendra fjölmiðla og besta efninu til að bera á dansgólf.