Vídjó

Þegar menn hugsa um blústónlist þá er harmónikkan sennilega ekki fyrsta hljóðfærið sem kemur þeim til hugar. Það er þó meginhljóðfæri Louisiana-kreólans og zydeco-blúsarans Clifton Chenier. Hann leikur hér lagið Louisiana Blues á nikkuna og flytur með því franskan blústexta.

 

Chenier er einn þekktasti flytjandi svokallaðrar zydeco-tónlistar, en hún er sérstök samblanda þjóðtónlistar, blús, og riðma og blús sem á upptök sín meðal blökkufólks í suðurhluta Louisiana-fylkis.

 

Clifton Chenier lést árið 1987. Hér sjáum við hann spila með syni sínum í fágætri upptöku frá níunda áratuginum:

 

Vídjó