Vídjó

Lead Belly hét réttu nafni Huddie William Ledbetter og var fæddur á plantekru í Louisiana, djúpt í Suðurríkjunum, árið 1888. Hann var sterkur krakki og heillaði yfirboðara sína með einstakri leikni í bómullartínslu. En stórar krumlurnar urðu líka frægar í sveitinni þegar hann lék á tólf strengja gítar á böllunum.

 

Um miðjan fyrsta áratug tuttugustu aldarinnar var hann kominn úr sveitinni til þorpa þar sem lék á vændishúsum og dimmum krám. Og næstu árin flæktist hann um Suðurríkin og vann fyrir sér með því að spila á gítarinn með strengina tólf. Hann tók upp nafnið Lead Belly og gekk í blúshljómsveit Blind Lemon Jefferson og spilaði með henni í mörg ár.

 

En Lead Belly brallaði ýmislegt annað en að spila blús og eftir að hafa komist ófáum sinnum í kast við lögin í gegnum árin rann upp mikil örlaganótt í desember 1917. Lead Belly var á flótta undan lögreglunni, þóttist heita Walter Boyd og gekk um götur vopnaður gítarnum og skammbyssu. Hann var orðinn trylltur og skaut frænda sinn í miðju rifrildi um einhverja stúlkukind.

 

En hann þurfti ekki að dúsa nema í sjö ár í fangelsinu í Texas. Hann heillaði ríkisstjórann með ótrúlegri músík sinni og hlaut náðun. Lead Belly eyddi næstu árum við tónlistarsköpun en náði ekki að slá almennilega í gegn. Óveðursskýin hrönnuðust upp á ný og árið 1930 var Lead Belly dæmdur í fangelsi fyrir morðtilraun.

 

Leadbelly í fangelsinu.

John Lomax tók þessa mynd af Angola fangelsinu. Lead Belly er víst fremstur á myndinni.

 

Aftur heillaði hann fangana, fangaverðina og stjórnendur fangelsisins með unaðstónum sínum og var sleppt örfáum árum síðar. Það var þá sem þjóðlagafræðingurinn John Lomax uppgötvaði Lead Belly og hljóðritaði tónlist hans fyrir Bandaríska þingbókasafnið. Þeir félagarnir ferðuðust svo á milli fangelsa og léku tónlist fyrir fangana. Lead Belly varð í kjölfarið mikil stjarna í Bandaríkjunum og tákngervingur þjóðlagasprengingarinnar sem varð á fjórða og fimmta áratugnum. Hann lést árið 1949.

 

Lead Belly söng um ýmislegt, um konur og brennivín, réttindabaráttu svartra, Kreppuna miklu og þjóðlög um kúreka, fangelsi, dans og strit á bómullarökrunum. Og hann söng líka um mál líðandi stundar, um Franklin D. Roosevelt forseta, Howard Hughes flugkappa og kvikmyndamógul og Adolf nokkurn Hitler.

 

Blúsinn um Mr. Hitler:

 

Hitler started out in 1932

Yeah, he started out in 1932

When he started out, takin’ them homes from the Jews

 

Thats one thing Mr. Hitler did do wrong

Thats one thing Mr. Hitler did do wrong

When he started out drivin’ them Jews from their homes

 

We’re gonna tear Hitler down

We’re gonna tear Hitler down

We’re gonna tear Hitler down today

 

We’re gonna bring him to the ground

We’re gonna bring him to the ground

We’re gonna bring him to the ground someday

 

Instead of God in Heaven

He gonna rule the world, he said so 

Instead of God in Heaven 

He gonna rule the world 

But we American people tell he will be shot down just like a squirrel

 

Mr. Hitler, we gonna tear your playhouse down

Mr. Hitler, we gonna tear your playhouse down

You been flying mighty high but you on your last go-round

 

We’re gonna tear Hitler down

We’re gonna tear Hitler down

We’re gonna tear Hitler down today

 

We’re gonna bring him to the ground

We’re gonna bring him to the ground

We’re gonna bring him to the ground someday