Berit Wallenberg (1902–1995) var sænskur fornleifa– og listfræðingur. Hún átti farsælan fræðaferil en er einnig minnst fyrir ljósmyndir sem tók hún á ferðalögum sínum í Svíþjóð og erlendis. Hún ferðaðist sumarið 1930, 28 ára gömul, til Íslands og fylgdist með þjóðhátíðinni sem haldin var á Þingvöllum til að minnast þess að 1000 ár væru liðin frá stofnun Alþingis.
Lemúrinn hefur áður birt allmargar myndir frá þessari ferð Wallenberg (sjá hér og hér), en Þjóðminjavörður Svía (Riksantikvarieämbetet) bætti nýlega við myndunum sem við sjáum hér á Flickr-síðu sína. Efst er falleg ljósmynd af miðbæ Reykjavíkur sem Berit tók úr turni Landakotskirkju, en hægt að er sjá hana stærri með því að smella á myndina.