Horft yfir Stokkhólm í Svíþjóð. Ljósmyndarinn Carl Curman tók myndina úr Katarinahissen árið 1890. Myndin er svokölluð blágerð eða cyanotype.
„Uppgötvuð af Sir John Herschel í kjölfar þess að hann gerði sér grein fyrir ljósnæmiseiginleikum járnsalta. Pappír er burstaður með ljósnæmum efnum sem innihalda m.a. járnsölt og blátt litarefni. Hann er síðan þurrkaður í myrkri. Fyrirmyndin er því næst lögð á pappírinn og sólin látin skína á í u.þ.b. 15 mínútur. Pappírinn er látinn í vatnsbað þar sem oxun framkallar hinn bláa lit. Tilbrigði við þetta ferli var um árabil notað til að taka afrit af húsateikningum o.fl. (blueprint).“ – úr orðalista Ljósmyndasafns Reykjavíkur.