Börn á Gyðinga-munaðarleysingjahælinu Ahawah í Berlín, uppúr 1930. Þau eru klædd í búninga eftir að hafa haldið upp á hátíðina purim.

 

Forstöðukona munaðarleysingjahælisins, Beate Berger, sá fljótt að börnunum myndi ekki farnast vel í Þýskalandi eftir að Hitler komst til valda. Hún safnaði peningum á laun og árið 1934 ferðaðist hún með rúmlega 100 börn til Palestínu. Nasistar tóku síðan yfir húsnæði hælisins og notuðu það sem flutningsbúðir fyrir Gyðinga á leið í útrýmingarbúðir. (Center for Jewish History Archives.)