Þessa mynd tók Opportunity, könnunarjeppi NASA, á eyðilegum söndum Meridianihásléttunnar á Mars árið 2005. Á myndinni sjáum við hlíf sem jeppinn kastaði af sér við lendingu árið áður. Jarðneska málmdraslið á myndinni var þó ekki það sem vakti athygli vísindamanna á jörðu niðri, heldur grjóthnullungurinn til vinstri. Hann er úr þykku járni og nikkeli og er talinn vera ævaforn loftsteinn. (NASA).
Myndaalbúmið Gallerí
Myndaalbúm Lemúrsins geymir forvitnilegar ljósmyndir úr sögunnar rás. Flestar myndirnar eru frá opinberum stofnunum eða söfnum víða um heim.