Líbanski tónlistarmaðurinn Zeid Hamdan, leiðtogi Zeid and the Wings, var handtekinn í júlí, sakaður um meiðyrði gegn Michael Suleiman, forseta Líbanon. Ástæðan er þetta lag, General Suleiman, þar sem forsetanum er kaldhæðnislega kallaður „kraftaverkamaður fyrir heimsfriðinn“. Lagið er meira en tveggja ára gamalt en virðist hafa farið framhjá líbönskum yfirvöldum þar til nú í sumar.
Handtakan varð þó einungis til þess að vekja stóraukna athygli á laginu. Hamdan er fyrrum meðlimur í einni vinsælustu hljómsveit Líbanons, Soap’));“>
Kills, og settu aðdáendur hans strax í gagn umfangsmikla herferð að fá hann lausan. Síðar sama daginn var ákæran látin niður falla og Hamdan látinn laus.
Þó Líbanon sé stríðshrjáð og á tíðum sundrað njóta borgarar þess meiri réttinda en í mörgum öðrum löndum Arabaheimsins. Landið býr jafnframt yfir blómlegustu indí-tónlistarsenunni.