Íslenskur Róbinson Krúsó dúsaði á eyðieyju á 18. öld

Á 18. öld kom út í Danmörku saga um íslenskan skipbrotsmann sem lent hafði á eyðieyju og dúsað þar einn líkt og Róbinson Krúsó.

 

Skip sekkur út á langt úti á hafi, og langt fjarri meginlöndunum. Í stormi og brotsjó kemst aðeins einn af skipverjunum lífs af. Við illan leik nær hann landi á lítilli eyju.

 

Næstu daga, vikur, mánuði, ár þarf… [Lesa meira]

Lagið um að drepa araba var ekki hatursáróður heldur vísun í bókmenntir

Fjölmargar hljómsveitir og tónlistarmenn hafa sótt innblástur í bækur og bókmenntir. Frægt dæmi um lag sem byggt er á bókmenntaverki er Killing an Arab, fyrsta smáskífa The Cure, sem hljóðrituð var 1978.

 

Texti lagsins lýsir miðpunktinum í Útlendingnum eftir Albert Camus, þegar alsírski Frakkinn Mersault skýtur ónefndan araba til bana á ströndinni af engri ástæði.

 

Titill lagsins, Killing an Arab eða Að drepa… [Lesa meira]

Var Grænjaxlabók Ripps, Rapps og Rupps spádómur um internetið og snjallsíma?

Ungarnir Ripp, Rapp og Rupp í Andrésblöðunum stunda skátastarf með æskulýðssamtökunum Grænjöxlunum. Samtökin gefa út ótrúlega bók, Grænjaxlabókina, sem inniheldur upplýsingar um nánast allt í heiminum. Getur verið að þessi bók sé snjall spádómur um internetið? 

 

Ungarnir hafa oft bjargað frændum sínum, þeim Andrési Önd og Jóakim Aðalönd, úr hremmingum með því að fletta í þessari bók. Þeir eru einstaklega snöggir að… [Lesa meira]

Iggy Pop dásamar Rómarsögu Gibbons í fræðitímariti

Rokkgoðsögnin Iggy Pop er mikill andans maður. Hann hefur til dæmis mikinn áhuga á Rómarsögu. Árið 1995 birti hann bráðskemmtilega grein um áhuga sinn á bókinni The History of the Decline and Fall of the Roman Empire, sem enski sagnfræðingurinn Edward Gibbon skrifaði á árunum 1776-1789. Það er eitt áhrifamesta sagnfræðirit allra tíma og lýsir í löngu máli sögu Rómaveldis, falli þess… [Lesa meira]

Tove Jansson myndskreytti Hobbitann

Höfundur Múmínálfanna, Finninn Tove Jansson, myndskreytti Hobbitann eftir J.R.R. Tolkien fyrir sænska útgáfu bókarinnar 1962. Bókin er löngu uppseld í dag. Hobbitinn fjallar um ferðalag og ævintýri hobbitans Bilbó og er nokkurs konar formáli Hringadróttinssögu.

 

Margir listamenn hafa túlkað þessar sögur Tolkiens í myndskreytingum, en LEMÚRINN hefur til dæmis sagt frá rússneskri útgáfu sögunnar. Svo má til gamans minna á rússneskar… [Lesa meira]

Palle Huld: Danski drengurinn sem ferðaðist umhverfis jörðina og var fyrirmyndin að Tinna

Árið 1928 fór 15 ára danskur drengur í heimsreisu á vegum dagblaðsins Politiken. Belginn Hergé notaði hann sem fyrirmynd að Tinna.

 

Þetta er eins og að sjá ljósmynd af minningu sem átti sér ekki stað. Tinni sjálfur, í fötunum sínum, þessum framandlegu klæðum frá þriðja áratugnum, hann er hér á ljósmynd. Hvað næst? Ljósmynd af jólasveinunum? Grýlu? Múmínálfunum?… [Lesa meira]

Bandaríski dátinn sem ferðaðist aftur til víkingaaldar á Íslandi

Hvað ef nútímamaður myndi ferðast aftur til ársins 900 á Íslandi? Hvernig yrði honum tekið?

 

Árið 1956 birti Poul Anderson smásöguna The Man Who Came Early, Maðurinn sem kom snemma, í tímaritinu The Magazine of Fantasy and Science Fiction.

 

Hinn dansk-bandaríski Anderson, sem lést árið 2001, var einn af merkustu höfundum Bandaríkjanna á sviði vísindaskáldsagna á tuttugustu öld og skrifaði ógrynni vinsælla bóka.

 

Eitt… [Lesa meira]

„Lút­erskur, drunga­legur og afskekktur staður“: Matvanda stórskáldið W.H. Auden á Íslandi sumarið 1936

Árið 1936 ferðaðist Breti um þrítugt til Íslands. Hann hét Wystan Hugh Auden, alltaf kallaður W.H. Auden og var um þær mundir eitt nafntogaðasta skáld enskrar tungu af yngri kynslóð og varð síðar eitt allra áhrifamesta ljóðskáld tuttugustu aldar.

 

Hann eyddi þremur mánuðum hér á landi ásamt vini sínum, írska skáldinu Louis MacNiece. Þeir gáfu síðan saman út bókina Letters from… [Lesa meira]

Albert Camus sendi barnakennara sínum þakkarbréf þegar hann fékk Nóbelinn

Franski rithöfundurinn Albert Camus hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1957. Venju samkvæmt hélt hinn nýbakaði verðlaunahafi ræðu í Stokkhólmsráðhúsi þar sem hann þakkaði fyrir sig, en hér má lesa ræðuna. En stuttu eftir athöfnina ritaði Camus bréf til barnakennara síns, Louis Germain, og þakkaði honum fyrir ómetanlega aðstoð og kennslu í æsku.

 

Hér er þetta bréf á íslensku:

 

19. nóvember… [Lesa meira]

Þegar Mario Vargas Llosa lamdi Gabriel García Márquez

Rithöfundurinn Gabriel García Márquez frá Kólumbíu er látinn. Hann hlaut Nóbelsverðlaun 1982 og er frægur um allan heim fyrir meistaraverkið Hundrað ára einsemd. Perúski rithöfundurinn Mario Vargas Llosa, sem hlaut Nóbelinn 2010, er ekki síður virtur höfundur.

 

Þeir voru lengi miklir vinir, en árið 1976 gerðist eitthvað. Þeim lenti saman. Og á kvikmyndasýningu í Mexíkóborg 1976 réðist Vargas Llosa á Márquez og… [Lesa meira]

Litla nasista-fólkið: „Það talar þýsku. Það ber svipur.“

Rithöfundurinn John Christopher er þekktastur fyrir The Tripods (ísl. Þrífætlingarnir), röð af vísindaskáldsögum fyrir unglinga sem voru um tíma kenndar í ensku í grunnskólum á Íslandi.

 

Christopher skrifaði fleiri bækur, þar á meðal hryllingssöguna The Little People (ísl. Litla fólkið) sem kom út árið 1968. Sagan greinir frá írskum nasistadvergum sem ræna ferðalöngum. Lemúrinn er sérlega hrifinn af framhlið kápunnar, þar sem við… [Lesa meira]

Bréf Múmínmömmu til Íslendinga: „Firirgefa kvað ég stafa mykið vitlaust“

Þegar fyrsta bókin um Múmínálfana – Pípuhattur galdrakarlsins – kom út á íslensku, fylgdi henni bráðskemmtilegt bréf frá sjálfri Múmínmömmu. Bréfinu var beint til íslenskra barna. Steinunn Briem þýddi þetta meistaraverk Tove Jansson.

 

bref2

 

Elskuliga Islanzka Barn!

Þegar ég fá vita, að alla fjölskilda… [Lesa meira]