„Ef þið hefðuð nokkurn grun um leyndarmál þessa kastala, hvers eðlis það leyndarmál er, þá mynduð þið þakka guði fyrir, að það eruð ekki þið, sem þurfið að varðveita það.“

 

Þessi setning er höfð eftir Claude Bowes-Lyon, þrettánda jarlinum af Strathmore í Skotlandi. Jarlinn lést árið 1904 án þess að hafa nokkurn tímann látið uppi meira en einungis þetta um hið ægilega leyndarmál ættaróðalsins hans og þeirra Strathmore-jarla sem komu á undan honum og eftir, Glamis-kastala í Forfarskíri.

 

Hvað leyndist innan þykkra steinveggja kastalans?