Bókin sem tekur 230 ár að skrifa (ef áætlanir standast)

Í Svíþjóð er verið að skrifa bók. Bókin er frekar löng, nú þegar orðin margir hillumetrar og enn bætist við eftir því sem meira kemur úr prentun.

 

Þetta er orðabók Sænsku akademíunnar. Hún er að líkindum það bókmenntaverk sem hvað lengst hefur verið í vinnslu. Vinnan hófst árið 1786 að beiðni konungs og fyrsta bindið kom út rúmri öld seinna, eða… [Lesa meira]

„Lævirkinn þenur vængi sína hátt í heiðlofti“: Ljóð eftir 16 ára gamlan Stalín

Stalín var fæddur árið 1878 í Georgíu. Þegar hann var 16 ára prestaskólanemi orti hann eftirfarandi ljóð. Arnheiður Sigurðardóttir þýddi:

 

Frá Georgíu

 

Rósahnappurinn er að ljúkast upp og bláklukkurnar líka allt umhverfis hann. Hið fölva írisblóm er einnig vaknað – og öll kinka þau kolli í andvaranum.

 

Lævirkinn þenur vængi sína hátt í heiðlofti – kvakar hann og syngur. Næturgalinn kveður kyrrum rómi – syngur heitu hjarta:

 

„Megir þú blómgast,… [Lesa meira]

„Ég elska þig, ég elska þig og drulluhjallinn, Dísa“: Dagur Sigurðarson flytur ljóðið „Sæla“

Vídjó

Dagur Sigurðarson ljóðskáld (1937-1994) flytur ljóðið „Sælu“, sem birtist upphaflega í safninu Níðstaung hin meiri árið 1965. Klippa úr heimildarmyndinni Dagsverk. „Þegar myndin gerist hefur Dagur engan fastan samastað. Hann vaknar á sófa heima hjá kunningja sínum og þegar náttar leitar hann aftur gistingar hjá vinum. Myndin segir frá viðburðum dagsins: heimsókn Dags… [Lesa meira]

Sólmyrkvinn í Tinna og Námur Salómons konungs

Fjöldi manns á norðurhveli jarðar fylgdist grannt með sólmyrkvanum í gærmorgun, en svo mikill sólmyrkvi mun ekki sjást aftur á Íslandi fyrr en 12. ágúst 2026. Sólmyrkvar eru ekki bara fágætir og fagrir viðburðir. Þeir hafa einnig komið við sögu í hinum ýmsu vestrænu ævintýrabókum, þar á meðal í myndasögum Hergé um belgíska blaðamanninn… [Lesa meira]

Terry Pratchett og Yrsa Sigurðardóttir: morð og helgisiðir á Íslandi og í Diskheimi

Skrifuðu Terry Pratchett heitinn og Yrsa Sigurðardóttir sömu söguna á sama tíma fyrir skemmtilega tilviljun?

 

Breski rithöfundurinn Sir Terence David John Pratchett, betur þekktur sem Terry Pratchett, lést í gær, fimmtudaginn 12. mars á heimili sínu. Banamein hans var alzheimer-sjúkdómurinn sem hafði hrjáð hann síðustu ár þó hann héldi áfram að gefa út bækur ótrauður. Pratchett er annar mest lesni höfundur… [Lesa meira]

Fyrsta teiknimyndasagan: Ævintýri Obadiah Oldbuck

Fróðir menn í teiknimyndasögufræðum eru almennt sammála um að fyrsta teiknimyndasagan hafi litið dagsins ljós árið 1837. Það mun vera sagan Histoire de M. Vieux Bois eftir svissneska teiknarann og satíristann Rudolphe Töpffer. Ýmsir telja Töpffer vera einn helsta frumkvöðul teiknimyndaformsins og vísa máli sínu til stuðnings í áður óséða notkun á römmum og það frumlega samspil texta og teikninga… [Lesa meira]

Donaldus Anas: Andrés Önd á latínu

Á níunda áratug síðustu aldar komu út Andrésblöð í latneskri þýðingu. Útgefandinn var Lamberto nokkur Pigini, ítalskur prestur og fornfræðingur, en hann rekur lítið útgáfufélag í bænum Recanati á Norður-Ítalíu. Pigini er sannfærður um að latínan geti risið upp frá dauðum og orðið sameiginleg tunga Evrópu á ný, og lagðist því í metnaðarfulla þýðingarvinnu til þess að skapa aðgengilegan og auðlesinn latneskan texta… [Lesa meira]

Íslenzkar ljóðabækur: Fyrsta útgáfa

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson er ljóðskáld, ljóðaunnandi og bókasafnari. Rétt fyrir árslok 2014 tók hann sig til og tók ljósmyndir af hreint mögnuðu ljóðabókasafni sínu. Myndirnar af bókunum sýna glögglega fram á mikið hugvit íslenskra skálda undanfarinna ára og áratuga. Bækurnar sjálfar eru miklir dýrgripir og jafn mikill vitnisburður um grafíska hönnun/bókahönnun á Íslandi og blómlegt bókmenntalíf þjóðarinnar.

 

Margar bækurnar eru svo… [Lesa meira]

„Ég er aumingi“: Hlustið á Þórberg Þórðarson lesa (og syngja) úr verkum sínum

Vídjó

Árin 1970 og 1971 komu út hljómplötur hjá Fálkanum með lestri Þórbergs Þórðarsonar á ýmsum verkum sínum.

 

Hlustið hér fyrir ofan á Þórberg lesa með sinni bráðskemmtilegu og sérstæðu frásagnarlist. Í þessari klippu les hann ýmis kvæði. Fyrsta kvæðið „Ég er aumingi“ raular hann reyndar, með frábærum tilþrifum.

 

Hér les Þórbergur innganginn að bókinni Íslenzkur aðall:

… [Lesa meira]

Töff ljóðakvöld: Dennis Hopper les „Ef…“ eftir Kipling í þætti Johnny Cash

Vídjó

 

Árið 1970 kom Dennis Hopper fram í sjónvarpsþætti kántríkóngsins Johnny Cash og flutti ljóðið „If—“ eftir Rudyard Kipling.

 

Leikarinn, leikstjórinn og þúsundþjalasmiðurinn Dennis Hopper (1936-2010) var einn af áhrifamestu listamönnum Bandaríkjanna á síðustu öld. Árið 1969 gerði hann Easy Rider, gríðarlega áhrifamikla mynd sem endurspeglaði menningu og viðhorf ungs fólks vestanhafs.

 

Hér er ljóðið… [Lesa meira]

Mikki mús reynir að svipta sig lífi

Svartur húmor var vinsælt skemmtiefni á fyrri hluta tuttugustu aldar og stórstjörnur á borð við Charlie Chaplin og Buster Keaton gerðu óspart grín að þunglyndi og sjálfsmorðshugleiðingum til þess eins að skemmta áhorfendum sínum.

 

Walt Disney, teiknimyndagerðarmaðurinn frægi, var barn síns tíma og fylgdist vel með þessum skopmyndum samtímamanna sinna. Kvikmyndin Haunted Spooks frá árinu 1920 var í sérlegu uppáhaldi hjá honum. Í henni… [Lesa meira]

Borges faðmar súlu á Hótel Esju

Argentínumaðurinn Jorge Luis Borges var einn áhrifamesti rithöfundur tuttugustu aldar. Hann var gríðarlegur lestrarhestur og lýsti sjálfum sér sem lesanda fremur en höfundi. Borges var fjölfræðingur, þekkti sögu og bókmenntir fjarlægra landa.

 

Hann heillaðist snemma af Íslendingasögunum og varð fyrir miklum áhrifum af þeim. Af þeim sökum ferðaðist Borges nokkrum sinnum til Íslands á áttunda áratugnum. Á þeim árum var Borges, sem… [Lesa meira]