Útvarp Lemúr

Leðurblakan, 16. þáttur: Líkið í álminum

Spila þennan þátt

Vorkvöld eitt árið 1943 voru nokkrir táningspiltar á flækingi um skóg í nágrenni borgarinnar Birmingham í Bretlandi, í leit að fugslhreiðrum. En í stað hreiðra fundu þeir beinagrind ungrar konu, sem var falin inni í… [Nánar]

Leðurblakan, 15. þáttur: Dauðinn á Suðurskautslandinu

Spila þennan þátt

Það er varla nokkur staður á jörðinni afskekktari og einangraðri en Amundsen-Scott-rannsóknarstöðin á Suðurskautslandinu.

 

Yfir heimskautaveturinn er þar stöðugt myrkur, stöðugt hvassviðri og svo mikið frost að enginn flugvél getur lent þar.

 

Þeir vísindamenn sem þar dvelja… [Nánar]

Leðurblakan, 14. þáttur: Aleppó-handritið

Spila þennan þátt

Eitt dýrmætasta fornhandrit Gyðingdómsins, sem talið er vera eitt fullkomnasta eintak af hebresku biblíunni sem til er, Aleppó-handritið, er geymt við stranga öryggisgæslu í neðanjarðarhvelfingu á þjóðminjasafni Ísraelsríkis í Jerúsalem.

 

Handritið er kallað Aleppó-handritið því í… [Nánar]

Leðurblakan, 13. þáttur: Eitraða konan

Spila þennan þátt

Kvöld eitt árið 1994 veiktust tugir starfsmanna á bráðamóttöku sjúkrahúss í Kaliforníu, fengu heiftarleg flog og misstu meðvitund í hrönnum.

 

Veikindi þeirra virtust tengjast komu ungrar krabbameinssjúkrar konu á bráðamóttökuna fyrr um kvöldið.

 

Grunur lék á að… [Nánar]

Leðurblakan, 12. þáttur: Morðið við Refaturninn

Spila þennan þátt

Á köldum vetrarmorgni í janúar 1937 fannst illa útleikið lík ungrar, evrópskrar stúlku í útjaðri gömlu Peking.

 

Rannsókn lögreglu á dauða hennar bar lítinn árangur, enda voru flestir Pekingbúar frekar með hugann við yfirvofandi innrás Japana… [Nánar]

Leðurblakan, 11. þáttur: Konan í Ísdalnum

Spila þennan þátt

Á fallegum vetrardegi 1970 rakst maður á göngu um Ísdalinn í nágrenni Bergen á illa brunnið lík konu í fjallshlíðinni.

 

Við eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að mánuðina fyrir andlát sitt hafði konan ferðast vítt og… [Nánar]

Leðurblakan, 10. þáttur: Skrímslið með 21 andlit

Spila þennan þátt

Leðurblakan fjallar um eitt furðulegasta sakamál í sögu Japans. Í sautján mánuði, árin 1984 og 1985, hélt dularfullur óvættur sem kallaði sig Skrímslin með 21 andlit japönsku samfélagi í heljargreipum.

 

Skrímslið svokallaða herjaði á japanskar sælgætisgerðir… [Nánar]

Leðurblakan, 9. þáttur: Morðin í Hinterkaifeck

Spila þennan þátt

Í byrjun þriðja áratugarins, á miklum ólgutímum í Þýskalandi, fundust lík sex manna fjölskyldu á litlum bóndabæ þeirra í Bæjaralandi. Öll höfðu þau verið myrt, og það sem vakti hvað mestan óhug var að morðinginn… [Nánar]

Leðurblakan, 8. þáttur: Hvarf Michaels Rockefellers

Spila þennan þátt

Árið 1961 hvarf ungur Bandaríkjamaður sportlaust langt inni í regnskógi Nýju Gíneu, á yfirráðasvæði herskárrar frumbyggjaþjóðar sem fáir Vesturlandabúar höfðu heimsótt áður. Ungi maðurinn hét Michael Rockefeller og var sonur ríkisstjóra New York og verðandi… [Nánar]

Leðurblakan, 7. þáttur: Morðin við Bodom-vatn

Spila þennan þátt

Leðurblakan fjallar um eitt óhugnanlegasta morðmál í sögu Finnlands, sem aldrei hefur verið leyst þrátt fyrir áralanga rannsókn. Ókunnur maður réðst þá á fjóra unglinga sem sváfu í tjaldi við Bodom-vatn, friðsælt stöðuvatn í nágrenni… [Nánar]

Leðurblakan, 6. þáttur: Bókaþjófurinn í Stokkhólmi

Spila þennan þátt

Árið 2003 óskaði sænskur fræðimaður eftir því að fá lánaða bók frá nítjándu öld um Mississippi-fljótið frá Konunglega bókasafninu í Stokkhólmi.

 

Fræðimaðurinn var grunlaus um að fyrirspurn hans myndi setja í gang ótrúlega atburðarás á safninu,… [Nánar]

Leðurblakan, 5. þáttur: Draugaskipið Mary Celeste

Spila þennan þátt

Í desember árið 1872 lagði bandarísk brigantínan Mary Celeste af stað frá New York áleiðis til Ítalíu.

 

En á miðri leið kom eitthvað upp á. Þegar áhöfnin á öðru kaupskipi sigldi síðar fram á Mary… [Nánar]