Teikningar frá 16. öld sýna ógurlega grimmd Spánverja í Nýja heiminum

Grimmdarverk og þjóðarmorð Evrópumanna í Nýja heiminum eru mörgum kunnug. Spánverjar voru fyrstir til þess að koma upp nýlendum vestanhafs, á eyjunni Hispanjólu í Karíbahafi (í dag Haítí og Dóminíska lýðveldið). Þar níddust þeir miskunnarlaust á Arawak frumbyggjunum, gerðu þeim skylt að þræla í gullnámum, pyntuðu þá og nauðguðu, brenndu þá lifandi, sveltu þá, aflimuðu og myrtu í stórum stíl.

 

Frumbyggjakonur kæfðu… [Lesa meira]

Edison drap fíl með 6.600 volta riðstraumi

Vídjó

Í byrjun 20. aldar varð fíllinn Topsy þremur mönnum að bana í æðiskasti. Hann hafði þá lengi verið grimmilega misnotaður og píndur af umsjónarmönnum sínum, sem störfuðu fyrir sirkus í New York.

 

Rekstraraðilar sirkusins ákváðu að þetta hættulega dýr skyldi tekið af lífi hið snarasta, og uppfinningamaðurinn frægi, Thomas Alva Edison, bauðst til þess sjá um… [Lesa meira]

Ruth Snyder í rafmagnsstólnum 1928

Bandaríska húsfrúin Ruth Snyder reyndi margoft að myrða Albert eiginmann sinn á árunum 1925-1927. Henni tókst það loks ásamt elskhuga sínum Judd Gray vorið 1927. Lögreglan hafði snarlega uppi á þeim skötuhjúum og í kjölfarið voru þau bæði fundin sek og dæmd til dauða. Hér sést fræg mynd af Snyder í rafmagnsstólnum 12. janúar 1928. Sú aftökuaðferð hafði þá verið í notkun vestanhafs í 38… [Lesa meira]

Bonnie og Clyde skotin til bana 1934

Vídjó

Bonnie Parker og Clyde Barrow — Bonnie og Clyde — eru með þekktustu glæpamönnum bandarískrar sögu.

 

Bankarán þeirra og morð ásamt Barrow-genginu á árunum 1931-1934 fönguðu snemma athygli almennings þar í landi. Á þessum árum ferðuðust þau um Bandaríkin, rændu tólf banka og urðu fjórtán manns að bana, þar af níu lögreglumönnum. Bandaríska pressan dróg… [Lesa meira]

Múgurinn sem myrti þrjá blökkumenn í Minnesota 1920

Bærinn Duluth í Minnesota-fylki í Bandaríkjunum, þann 15. júní 1920.

 

Þrír þeldökkir sirkus-starfsmenn voru ranglega sakaðir um að hafa nauðgað hvítri stúlku. Ofstækisfullir bæjarbúar tóku snarlega lögin í eigin hendur og drápu blökkumennina þrjá án laga og réttar.

 

Múgaftökur á blökkufólki voru nokkuð algengar í bandaríska Suðrinu og stóðu fram til 1968. Fágætt var að „lynchings“ — eins og slíkir gjörningar kallast á… [Lesa meira]

Kattarsprengja frá sextándu öld

Þetta er myndskreyting úr Feuer Buch, ‘Eldbókinni’, þýsku handriti um hverskonar sprengjur, skotelda og önnur hergögn, frá 1584. Þarna er stungið upp á nýstárlegum vopnum: sprengjur festar á ketti og fugla sem eru svo sendir af stað til óvinarins.

 

Til allrar hamingju fyrir þýska ketti eru engar heimildir fyrir því að nokkur maður hafi reynt að gera þessa myndskreytingu að veruleika.… [Lesa meira]

Patrice Lumumba, leiðtogi Kongó, látinn éta ræðu sína

Vídjó

Patrice Lumumba, fyrsti þjóðkjörni leiðtogi Kongó, komst til valda þegar landið fékk sjálfstæði árið 1960. Hann hafði þá barist árum saman gegn viðurstyggilegri nýlendustjórn Belga þar í landi, en Kongó var lengst af persónuleg eign Leópolds Belgakonungs þar sem farið var með þeldökku íbúana eins og skepnur.

 

… [Lesa meira]

Þýska mannætan: „Þetta bragðaðist eins og svínakjöt.“

Vídjó

Margt sérkennilegt gerist í veröldinni. Fátt er þó sérkennilegra en mál þýsku mannætunnar Armin Meiwes. Árið 2001 fékk hann nefnilega ungan mann í heimsókn sem vildi vera drepinn og étinn.

 

Meiwes vann við tölvuviðgerðir og bjó lengst af hjá móður sinni í bænum Rotenburg, skammt frá Bremen. Eftir því sem árin liðu fór hann að fá… [Lesa meira]

145 ára ferðalag höfuðkúpu Haydns

Þann 31. maí 1809 lést í Vínarborg tónskáldið afkastamikla Joseph Haydn, 77 ára að aldri. Vínarborg var í greipum Napóleónsstríðanna, og því var hann grafinn með lítilli viðhöfn í kirkjugarði í útjaðri borgarinnar.

 

Átta dögum eftir jarðarförina birtust tveir menn í kirkjugarðinum að næturlagi. Þetta voru Joseph Carl Rosenbaum, ritari í þjónustu aðalsættarinnar Esterhazy, sem Haydn hafði unnið fyrir, og félagi hans… [Lesa meira]

Zbigniew Libera og helfarar-legóið

Árið 1996 hannaði pólski listamaðurinn Zbigniew Libera sjö Legó-sett sem sýna útrýmingarbúðir nasista.  Þrjú eintök voru gerð af settunum og var eitt þeirra selt Nýlistasafni Varsjár fyrir 55 þúsund evrur.  Verkið hefur síðan vakið sterk viðbrögð á sýningum víðs vegar um… [Lesa meira]

Geðbilaða löggan í New York

Vídjó

Maniac Cop (ísl. Geðbilaða löggan) er bandarísk hryllingsmynd frá árinu 1988. Með aðalhlutverk fer Bruce Campbell, sem margir þekkja úr Evil Dead myndunum, en hann er ranglega sakaður um að vera geðbilaða löggan sem er að fremja ódæðisverk á strætum New York borgar.  Í kjölfarið reynir hann ásamt vinum sinum að hafa uppi á hinni sönnu… [Lesa meira]

Saddam Hussein hengdur í Baghdad

Vídjó

Bandaríkjaher réðst inn í Írak í annað sinn þann 19. mars árið 2003. Níu mánuðum síðar, 13. desember sama ár, féll einræðisherra landsins, Saddam Hussein, í hendur bandarískra hermanna við bóndabæ nálægt Tíkrít.

 

Hussein var í kjölfarið fundinn sekur um glæpi gegn mannkyni og dæmdur til dauða. Hann bað um að vera tekinn af lífi… [Lesa meira]