Fann mynd af Halldóri Laxness á Íslendingadeginum í Los Angeles 1929

Elijah Petzold lærði íslensku í Háskóla Íslands fyrir nokkrum árum. Þegar hann kom heim til Los Angeles skoðaði hann gamla ljósmynd sem móðir hans keypti á bílskúrssölu fyrir 30 árum síðan.

Mömmu hans fannst myndin áhugaverð en skildi ekki áletrunina sem fylgdi.

En eftir dvölina á Íslandi átti Elijah ekki í vandræðum með textann:

Íslendinga dagur — Sycamore Grove Aug 4, 1929

Elijah… [Lesa meira]

Nútímajóga er afkvæmi „Müllersæfinga“

Jóga er ein vinsælasta gerð líkamsræktar í nútímanum. Milljónir manna um allan heim stunda óteljandi líkamsstellingar sem hressa og liðka bæði líkama og sál. En fyrirbærið jóga – eins og vestrænt fólk þekkir það – á sér furðulega sögu sem er mun nær okkur í tíma en við áttum okkur á. Og mun vestrænni.

Í upphafi tuttugustu aldar varð… [Lesa meira]

Er hasartryllirinn Snowpiercer framhald af Kalla og sælgætisgerðinni?

Vídjó

Hér færir YouTube-notandinn Rhino Stew sannfærandi rök fyrir fjarstæðukenndri kenningu.

Blóðugi framtíðartryllirinn Snowpiercer frá 2013, eftir suðurkóreska leikstjórann Bong Joon-ho, er framhald af Kalla og sælgætisgerðinni. Að minnsta kosti kvikmyndaútgáfu þessarar sígildu bókar breska rithöfundarins Roald Dahl, Willy Wonka and the Chocolate Factory frá 1972, sem skartaði Gene Wilder í aðalhlutverki.

Reyndar er… [Lesa meira]

Síðasta ferðin: Vísindaskáldsöguleg smásaga frá 1964 eftir Ingibjörgu Jónsdóttur

Í fjarlægri framtíð rekur ónefndur geimsiglingafræðingur raunir sínar eftir nöturlega geimferð. En ekki er allt sem sýnist.

Lesið íslenska „smásögu úr framtíðinni“ hér fyrir neðan. Tímaritið Fálkinn birti hana í júní 1964 með viðvörun um „að taugaveiklað fólk ætti að láta þessa sögu alveg eiga sig“.

Ingibjörg Jónsdóttir (1933-1986) var afkastamikill rithöfundur og þýðandi. Hún sendi meðal annars frá sér ástar-… [Lesa meira]

Gullfoss siglir framhjá Surtsey

Farþegaskipið Gullfoss siglir framhjá Surtseyjargosinu árið 1963. Mynd: Eimskip.

Gullfoss hætti siglingum 1972 og var síðasta farþegaskip Íslendinga, sem notað var í millilandasiglingum.… [Lesa meira]

Höfði í argentínskri hryllingsmynd

Höfði í Reykjavík prýðir veggspjald fyrir La Casa en la Playa (Húsið á ströndinni), nýja argentínska hryllingsmynd.

Af stiklu kvikmyndarinnar að dæma kemur húsið fræga söguþræðinum ekkert við. Það er líklega einungis notað til að skreyta kynningarefni hennar. Leikstjóri er July Massaccesi. Óðinn Atlason tók ljósmyndina hér að ofan í neðanjarðarlest Buenos Aires.

Efnistök Hússins á ströndinni:

Abel kemur í sjávarþorp þar sem… [Lesa meira]