Leðurblakan, 14. þáttur: Aleppó-handritið

Eitt dýrmætasta fornhandrit Gyðingdómsins, sem talið er vera eitt fullkomnasta eintak af hebresku biblíunni sem til er, Aleppó-handritið, er geymt við stranga öryggisgæslu í neðanjarðarhvelfingu á þjóðminjasafni Ísraelsríkis í Jerúsalem.

 

Handritið er kallað Aleppó-handritið því í meira en sex hundruð ár geymdu Gyðingar í sýrlensku borginni Aleppó handritið eins og sjáaldur augna sinna.

 

Það var að lokum flutt til Ísraels árið 1958,… [Lesa meira]

Leðurblakan, 13. þáttur: Eitraða konan

Kvöld eitt árið 1994 veiktust tugir starfsmanna á bráðamóttöku sjúkrahúss í Kaliforníu, fengu heiftarleg flog og misstu meðvitund í hrönnum.

 

Veikindi þeirra virtust tengjast komu ungrar krabbameinssjúkrar konu á bráðamóttökuna fyrr um kvöldið.

 

Grunur lék á að einhverskonar dularfullar eiturgufur hafi lagt frá konunni, en enginn botn fékkst í málið fyrr en kjarnefnafræðingar voru fengnir til… [Lesa meira]

Leðurblakan, 12. þáttur: Morðið við Refaturninn

Á köldum vetrarmorgni í janúar 1937 fannst illa útleikið lík ungrar, evrópskrar stúlku í útjaðri gömlu Peking.

 

Rannsókn lögreglu á dauða hennar bar lítinn árangur, enda voru flestir Pekingbúar frekar með hugann við yfirvofandi innrás Japana en dularfullan dauðdaga ungrar stúlku.

 

En faðir hennar, fyrrverandi konsúll á áttræðisaldri, gafst ekki svo auðveldlega… [Lesa meira]

Fáðu níunda áratuginn beint í æð með Miklagarðstíðindum

Verslun Miklagarðs í Holtagörðum í Reykjavík var stærsta verslun landsins á níunda áratugnum. Mikligarður opnaði 1983 og lokaði tíu árum síðar þegar fyrirtækið varð gjaldþrota.

 

Skoðum bækling frá Miklagarði frá 1985. Sverrir Guðmundsson sendi LEMÚRNUM þessar merkilegu minjar frá níunda áratugnum. Smellið á úrklippurnar til að sjá þær í betri gæðum.

 

mikligardur-2-ara[Lesa meira]

Leðurblakan, 11. þáttur: Konan í Ísdalnum

Á fallegum vetrardegi 1970 rakst maður á göngu um Ísdalinn í nágrenni Bergen á illa brunnið lík konu í fjallshlíðinni.

 

Við eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að mánuðina fyrir andlát sitt hafði konan ferðast vítt og breitt um Noreg og Evrópu, en notast á ferðum sínum við ótal mismunandi fölsk nöfn og fölsuð skilríki.

 

En hver var konan í Ísdalnum í raun… [Lesa meira]

Vitra svínið Toby spilar á spil og les hugsanir

„TOBY — vitiborna svínið, eini fræðingur sinnar tegundar í heiminum.

 

Þetta ótrúlega dýr stafar og les, reiknar, spilar á spil, segir hvaða manni sem er hvað klukkan er upp á mínútu á þeirra eigin úri.

 

Og það sem undraverðast er, hann les hugsanir manna.“

 

Þessari auglýsingu var dreift í Lundúnum um 1817. Vitiborin eða „lærð svín“ nutu nokkurra vinsælda á fjölleikasýningum í Evrópu og Bandaríkjunum… [Lesa meira]