Heimildarmynd: Sovéski herinn í Afganistan 1989

„Þessi heimildarmynd er Glasnost tilraun.“

 

Svo mælti Serebrov hershöfðingi þegar hann leyfði bandarísku og bresku kvikmyndagerðarmönnunum Jeff Harmon og Alexander Lindsay að festa á filmu starfsemi sovéska hersins í Afganistan síðustu vikurnar áður Sovétmenn drógu herdeildir sínar varanlega út úr landinu.

 

Þetta var í febrúar árið 1989, en sovéska stríðið í Afganistan hafði þá staðið í tíu ár og kostað yfir milljón manns lífið. Upptökin á afskiptum… [Lesa meira]

Heimildarmynd segir frá afskiptum Frakka af fyrrum Afríkunýlendum

Langt fram á 20. öld var Frakkland nýlenduveldi og réði um tíma yfir megninu af Norðvestur-Afríku, þar sem nú eru m.a. ríkin Mali, Chad, Gabon, Fílabeinsströndin, Mið-Afríkulýðveldið, Máritanía og Senegal. Upp úr 1950 fengu mörg þessi ríki sjálfstæði en frönsk afskipti héldu áfram á bak við tjöldin. Fyrir tilstilli Frakka komust hlýðnir einræðisherrar til valda sem tryggðu Frakklandi áframhaldandi aðgang að auðlindum… [Lesa meira]

Kettirnir sem börðust í fyrri heimsstyrjöld

Um þessar mundir eru hundrað ár liðin frá því að fyrri heimsstyrjöldinni lauk. Þessara tímamóta er minnst með ýmsum hætti víða um heim — og sér í lagi minnumst við þess gífurlega og sorglega mannfalls sem styrjöldin hafði í för með sér.

 

Þó er einnig vel við hæfi að minnast annarra — til að mynda þeirra ferfætlinga sem tóku þátt í styrjöldinni… [Lesa meira]

Leðurblakan, 17. þáttur: Týnda borgin í Amazon

Árið 1925 lagði breski landkönnuðurinn Percy Fawcett af stað inn í Amazon-regnskóginn í Brasilíu í leit að rústum höfuðborgar horfinnar siðmenningar, sem hann kallaði týndu borgina Zetu.

 

Þessarar borgar er einungis getið í einu gulnuðu handriti frá átjándu öld, en Fawcett var handviss um að hana væri að finna einhverstaðar djúpt inni í regnskógarþykkninu — og varð heltekinn af þeirri tilhugsun… [Lesa meira]

Leðurblakan, 16. þáttur: Líkið í álminum

Vorkvöld eitt árið 1943 voru nokkrir táningspiltar á flækingi um skóg í nágrenni borgarinnar Birmingham í Bretlandi, í leit að fugslhreiðrum. En í stað hreiðra fundu þeir beinagrind ungrar konu, sem var falin inni í holum álmi í útjaðri skógarins.

 

Nokkru síðar birtust svo torkennilegt veggjakrot í bæjum í nágrenni skógarins og ljóst einhver vissi meira um líkið í álminum en… [Lesa meira]

Bandarískir hermenn af japönskum uppruna í seinni heimsstyrjöld

Hér sést 442. herdeild Bandaríkjahers marsera eftir vegi í Norður-Frakklandi árið 1944 í síðari heimsstyrjöld. Allir hermenn þessarar herdeildar voru af japönsku bergi brotnu, en stríð geisaði þá milli Bandaríkjanna og Japan og fjölmargir Bandaríkjamenn af japönskum uppruna voru á þessum tíma geymdir í fangabúðum. Æðstu ráðamenn í Bandaríkjaher gættu þess að senda þessa hermenn einungis á… [Lesa meira]