Bíó Lemúr: Sódóma Reykjavík

Ein allra besta kvikmynd Íslandssögunnar, Sódóma Reykjavík (1992), í leikstjórn Óskars Jónassonar, er í heild sinni á youtube. Í aðalhlutverkum eru meðal annarra Björn Jörundur Friðbjörnsson í hlutverki Axels, Margrét Hugrún Gústavsdóttir sem Mæja, Sigurjón Kjartansson sem hinn erfiði en minnisgóði Orri, Sóley Elíasdóttir sem Unnur, Eggert Þorleifsson sem glæpaforinginn Aggi Flinki og ekki má gleyma Helga Björnssyni í hlutverki… [Lesa meira]

Proust-prófið: Sigríður Hagalín Björnsdóttir

Sigríður Hagalín Björnsdóttir er fréttamaður og rithöfundur frá Reykjavík. Hún er fædd árið 1974, gekk í Menntaskólann í Reykjavík og nam sagnfræði og spænsku við Háskóla Íslands. Sigríður hefur einnig búið í Salamanca á Spáni þar sem hún var í skiptinámi, í New York-borg þar sem hún stundaði framhaldsnám í blaðamennsku við Columbia-háskóla, og í Kaupmannahöfn, þar sem hún var… [Lesa meira]

Ævintýralegar afleiðingar þess að spila körfubolta við Kára Stefánsson

Hvað gerist þegar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, skorar á þig í körfubolta í World Class? Ef þú ert Guðjón Hauksson, þá körfuboltamaður í Val á 24. aldursári, þiggurðu boðið og stendur þig jafnvel vonum framar. En það er aðeins byrjunin á sögunni. Spólum til baka um 15 ár og heyrum eina allra bestu Kárasögu sem til er. Og athugið,… [Lesa meira]

Proust-prófið: Ásrún Magnúsdóttir

Ásrún Magnúsdóttir er fædd árið 1988 og alin upp í Reykjavík. Hún er MH-ingur sem gekk síðan í Listaháskóla Íslands, hvaðan hún útskrifaðist af samtímadansbraut sviðslistardeildar árið 2011. Ásrún hefur komið fram á á danshátíðum, á sínum eigin frumsömdu sýningum, með stærri og smærri hópum listafólks um árabil. Hún samdi til að mynda sýninguna GRRRRLS (2016), þar sem hún… [Lesa meira]

Proust-prófið: Berglind María Tómasdóttir

Berglind María Tómasdóttir er tónlistarfræðingur, tónlistarkona og dósent við Listaháskóla Íslands. Hún er fædd árið 1973 og hefur búið í Reykjavík, Kaupmannahöfn og San Diego. Í síðastnefndu borginni stundaði hún nám við Kaliforníuháskóla og lauk þaðan doktorsprófi í flutningi og miðlun samtímatónlistar árið 2013.

Ef það er ekki nóg, er Berglind líklega mesti sérfræðingur þjóðarinnar þegar kemur að vinsælasta tónlistarfólki… [Lesa meira]

Proust-prófið: Haukur Ingvarsson

Við lok 19. aldar nutu svokallaðar játningabækur eða játningahefti talsverðra vinsælda. Í stuttu máli var um að ræða staðlaðar spurningar á blaði, sem fólk svaraði síðan eftir bestu getu.

Spurningarnar voru nokkuð persónulegar og sýndu því, eða gáfu að minnsta kosti vísbendingar um, hvað leyndist í innstu hjartahólfum fólksins sem svaraði þeim.

Í raun ekki ósvipað og þegar börn létu… [Lesa meira]