Þann 16. maí 1845 steig austurríska hörkutólið Ida Pfeiffer á land í Hafnarfirði. Pfeiffer var einn af mörgum evrópskum ferðalöngum sem heimsóttu Ísland á 19. öld í vísindalegum tilgangi, og birti í kjölfarið bók með ferðasögu sinni sem seldist í hestvagnaförmum. Ritun evrópskra ferðabóka af þessu tagi á sér langa sögu, eða allt frá lokum miðalda, en Pfeiffer var ein… [Lesa meira]
Svarti listinn í Hollywood og nornaveiðarnar í kalda stríðinu
Á árunum í kringum 1950 voru stundaðar nornaveiðar gegn kommúnistum í Bandaríkjunum. Margir leikarar og kvikmyndagerðarmenn voru settir á svartan lista sem meinaði þeim að starfa í Hollywood. Þetta eyðilagði feril margra hæfileikaríkra listamanna. Leikkonan Lee Grant var á meðal þeirra þó hún hefði aldrei komið nálægt kommúnisma.
Þegar teikningarnar af Múhameð spámanni birtust í danska dagblaðinu Jyllands-Posten árið 2005 varð umræða um… [Lesa meira]
Óvinur mannkynsins
Rússnesk áróðursmynd frá 1915 sýnir Vilhjálm II Þýskalandskeisara sem djöful. Þetta var í fyrri heimsstyrjöldinni og Þjóðverjar og Rússar börðust í… [Lesa meira]
Karl Lagerfeld útnefnir kött sem erfingja sinn
Tískumógúllinn háaldraði með sólgleraugun og leðurgrifflurnar, Karl Lagerfeld, settist á dögunum í sófann hjá frönskum sjónvarpsmanni og sagði honum allt af létta um erfðamál kattarins Choupette, sem er augasteinn Lagerfelds, líf hans og yndi.
Choupette er hvít og kelin læða af Búrmakyni með blá augu. Síðan hún kom inn í líf Lagerfelds hefur tilvera hans að mestu snúist um hana. Hún… [Lesa meira]
Horft yfir rústir Gyðingahverfisins í Varsjá
Ung stúlka horfir yfir rústirnar af gettói Gyðinga í borginni Varsjá í Póllandi, 1945.
Hverfi Gyðinga í Varsjá var sett upp af nasistum haustið 1940 og var stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Um tíma bjuggu yfir 400 þúsund Gyðingar á þessum 3,4 ferkílómetra reit. Um þrjú hundruð þúsund þeirra létust í útrýmingar- og þrælkunarbúðum, eða í uppreisninni gegn valdstjórn nasista 1943. Í… [Lesa meira]






Smjörfjallið