„Ég elska þig, ég elska þig og drulluhjallinn, Dísa“: Dagur Sigurðarson flytur ljóðið „Sæla“

Vídjó

Dagur Sigurðarson ljóðskáld (1937-1994) flytur ljóðið „Sælu“, sem birtist upphaflega í safninu Níðstaung hin meiri árið 1965. Klippa úr heimildarmyndinni Dagsverk. „Þegar myndin gerist hefur Dagur engan fastan samastað. Hann vaknar á sófa heima hjá kunningja sínum og þegar náttar leitar hann aftur gistingar hjá vinum. Myndin segir frá viðburðum dagsins: heimsókn Dags… [Lesa meira]

Sólmyrkvinn í Tinna og Námur Salómons konungs

Fjöldi manns á norðurhveli jarðar fylgdist grannt með sólmyrkvanum í gærmorgun, en svo mikill sólmyrkvi mun ekki sjást aftur á Íslandi fyrr en 12. ágúst 2026. Sólmyrkvar eru ekki bara fágætir og fagrir viðburðir. Þeir hafa einnig komið við sögu í hinum ýmsu vestrænu ævintýrabókum, þar á meðal í myndasögum Hergé um belgíska blaðamanninn… [Lesa meira]

Hlaðvarpsþættir um stórkostlega grimmd og herkænsku Mongólanna

Bandaríski útvarpsmaðurinn Dan Carlin heldur úti stórskemmtilegum hlaðvarpsþáttum á netinu sem heita Hardcore History. Þar fjallar hann í löngu en óformlegu máli um alls kyns söguleg málefni.

 

Dan Carlin

Dan Carlin

Nýlegir þættir Carlins heita Wrath of the Khans, en þeir segja frá stórkostlegri grimmd og herkænsku Mongólanna á 13. öld.… [Lesa meira]

Eins og kastali módernísks Drakúla: Listasafn Einars Jónssonar

Hnitbjörg, Listasafn Einars Jónssonar við Skólavörðuholt, er líkast kastala módernísks Drakúla eða nýgotnesks galdrakarls, sérstaklega á þessari mynd hér fyrir ofan frá um 1925. Enda má segja að myndhöggvarinn Einar Jónsson (1874-1954) hafi verið bæði.

 

Einar í London árið 1912.

Einar í… [Lesa meira]

Atvinnuknapi, 1891

Konan á myndinni er talin vera Selika Lazevski, bandarísk blökkukona sem starfaði sem atvinnuknapi í frönskum hringleikahúsum og hestasýningum seint á 19. öld. Hún tilheyrði hópi écuyères de haute école, kvenkyns knapa sem sérhæfðu sig í dressage, flókinni undirgrein hestamennsku sem er stundum líkt við ballett fyrir hesta.

 

Stúlkunafnið Selika var vinsælt meðal bandarískra blökkumanna á síðari hluta 19. aldar, en það… [Lesa meira]

Terry Pratchett og Yrsa Sigurðardóttir: morð og helgisiðir á Íslandi og í Diskheimi

Skrifuðu Terry Pratchett heitinn og Yrsa Sigurðardóttir sömu söguna á sama tíma fyrir skemmtilega tilviljun?

 

Breski rithöfundurinn Sir Terence David John Pratchett, betur þekktur sem Terry Pratchett, lést í gær, fimmtudaginn 12. mars á heimili sínu. Banamein hans var alzheimer-sjúkdómurinn sem hafði hrjáð hann síðustu ár þó hann héldi áfram að gefa út bækur ótrauður. Pratchett er annar mest lesni höfundur… [Lesa meira]