„Tíska framtíðarinnar“: Kostuleg framtíðarspá um tísku frá 1893

Árið 1893 birtist skemmtileg grein í breska tímaritinu The Strand eftir W. Cade Gall nokkurn. Í greininni setur höfundurinn fram nokkuð einkennilegar hugmyndir um tísku framtíðarinnar. Hann ímyndar sér að bók frá árinu 1993 hafi á ótrúlegan hátt fundist í bókasafni. Bókin sýnir myndir af klæðnaði fólks í gegnum tuttugustu öldina. Ekki liggur almennilega fyrir hvernig bók þessi, The Past… [Lesa meira]

„Ekkert sumar hér“: Norilsk í Rússlandi er kaldasta og mengaðasta borg heims

Borgin Norilsk í Rússlandi er merkileg fyrir margar sakir. Hún er nyrsta borg í heimi með yfir hundrað þúsund íbúa og stærsta borgin norðan heimskautsbaugs fyrir utan Murmansk. Tengsl íbúa Norilsk við umheiminn eru takmörkuð þar sem engir vegir né lestarkerfi tengja hana við aðrar borgir Rússlands og árið 2001 lokuðu rússnesk stjórnvöld borginni fyrir öllum útlendingum, öðrum en Hvítrússum.

 

Íbúar… [Lesa meira]

Einvaldar Egyptalands: ávallt á milli steins og sleggju

Líkt og hjá flestum öðrum Afríkulöndum er nútímasaga Egyptalands saga torsóttrar sjálfstæðisbaráttu gegn heimsveldunum. Egyptar voru undirokaðir af breska heimsveldinu frá seinni hluta 19. aldar og fram yfir miðja 20.

 

Sjálfstæðishetja Egypta var Gamel Abdel Nasser (1918-1970) sem tók völdin af konungi Egyptalands eftir byltingu 1952. Nýlenduheimsveldunum, Bretlandi og Frakklandi, stafaði sérstök ögn af sjálfstæðistilburðum Nasser því ráðamenn þar… [Lesa meira]

Hrottafengnir páskahérar

Hér eru nokkrar skemmtilegar ljósmyndir úr gömlum fjölskyldualbúmum og öðrum glatkistum, sem dreifast nú um netið. Þetta er hryllilegustu páskahérar fortíðarinnar!

 

via A Different Type of… [Lesa meira]

Þegar Mikhaíl Gorbatsjev lék í Pizza Hut-auglýsingu

Vídjó

Rauða torgið, Kremlarturnar. Það er vetur. Ískaldur vetur í Moskvu. Og þarna er Mikhaíl Gorbatsjev. Síðasti leiðtogi Sovétríkjanna. Hvert skal haldið? Nú, ha á Pizza Hut?

 

Já, árið er 1997 og Sovétríkin eru hrunin. Þökk sé Gorba gamla er alþýðan frjáls og hámar í sig… [Lesa meira]

Lenín á Manhattan: Furðulegt samstarf Diego Rivera og Nelson Rockefeller

Það er ekkert nýtt að vinstrisinnaðir og frjálslyndir listamenn vinni fyrir auðmenn sem deila ekki sömu pólitísku hugsjón og þeir sjálfir.

 

Maðurinn sem hýsti byltingarleiðtogann Leon Trotskíj í útlegð hans í Mexíkó vann einnig fyrir bandaríska kapítalista úr hinum moldríku fjölskyldum Ford og Rockefeller á fyrri hluta 20. aldar.

 

Hann var því litinn hornauga frá vinstrinu og hægrinu en jafnframt dáður… [Lesa meira]