Myndaalbúm Lemúrsins geymir forvitnilegar ljósmyndir úr sögunnar rás. Flestar myndirnar eru frá opinberum stofnunum eða söfnum.

Shakespeare-leikhúsið sem brann til grunna 1926

Hér sjáum við photochrome-litmynd af Shakespeare Memorial Theatre leikhúsinu sem stóð í Stratford-upon-Avon, heimabæ skáldsins mikla.  Ljósmyndin er frá 1905. Leikhúsið opnaði fyrst 1879 en brann til grunna árið 1926 og var eftir það endurbyggt í nýmóðens stíl.

 

Leikhúsið brennur árið 1926.

Leikhúsið brennur árið… [Lesa meira]

Ævintýrakastali Lúðvíks Bæjarakonungs

Neuschwanstein-kastali í Suður-Bæjaralandi í Þýskalandi. Þetta er „photochrome“ ljósmynd í lit frá í kringum 1900, tekin u.þ.b. fimmtán árum eftir að byggingu kastalans lauk í tíð Lúðvíks II… [Lesa meira]

Meðlimir Ku Klux Klan styðja Barry Goldwater sem forsetaefni, 1964

„Grand Imperial Wizards for Goldwater“. Meðlimir rasistasamtakanna Ku Klux Klan mæta til þess að styðja íhaldsmanninn Barry Goldwater sem forsetaefni í forkjöri Repúblíkanaflokksins í San Francisco í Bandaríkjunum, júlí 1964. Þeldökkur maður reynir að halda þeim aftur.

 

Goldwater varð að lokum forsetaefni Repúblíkana en vann einungis sex fylki og 38% atkvæða í forsetakosningunum sama ár, og tapaði því fyrir Lyndon Johnson.

 

Ljósmyndari: Warren… [Lesa meira]

Messa í Hallgrímskirkju áður en hún var byggð

Prestur messar í Hallgrímskirkju, fljótlega eftir að hafist var handa við byggingu hennar. Mynd frá… [Lesa meira]

Herstöðinni í Keflavík lokað haustið 2006

Hér sjáum við formlega lokunarathöfn herstöðvarinnar í Keflavík þann 30. september 2006. Todd Barkley flotaforingi tekur við bandaríska fánanum af Mark Laughton, síðasta höfuðsmanni stöðvarinnar.  Þarna lauk 55 ára samfelldri viðveru Bandaríkahers á Íslandi.

 

Ljósmynd eftir Sally Hodgson, af vef Evrópudeildar… [Lesa meira]

Armenskir skæruliðar um 1895

Armenskir skæruliðar sem börðust í átökum við… [Lesa meira]

Duchamp og Cage tefla og búa til tónlist á sama tíma

Marcel Duchamp og John Cage slá tvær flugur í einu höggi. Tefla og búa jafnframt til tónlist. Toronto,… [Lesa meira]

M. C. Escher og kúlan

Hér sjáum við mynd af myndlistarmanninum M. C. Escher að halda á kúlunni frægu sem hann notaði við gerð þekktrar sjálfsmyndar. Sjálfsmyndin sést hér að… [Lesa meira]

Stalín hress á ljósmynd sem tekin var af lífverði hans

Hér sjáum við skoplega mynd af Jósef Stalín, sovéska kommúnistaleiðtoganum ógurlega, en fórnarlömb hans teljast í milljónum. Myndin var tekin árið 1952 af lífverði hans, trúnaðarmanni og tengdasyni, Nikolai Vlasik.

 

Skömmu eftir töku þessarar myndar var Vlasik sendur í fangabúðir Gúlagsins, líkt og svo margir sem urðu harðstjóranum nánir. Honum var þó sleppt úr búðunum skömmu eftir andlát Stalíns 1953. Persónulegu… [Lesa meira]

Mohammad Reza Pahlavi tekur við krúnu Írans 1967

Hér sjáum við Mohammad Reza Pahlavi, shah (konung) Írans, ásamt fjölskyldu sinni skömmu eftir krýningarathöfnina 1967. Pahlavi ríkti þar í landi með stuðningi Bandaríkjanna fram til byltingarinnar frægu árið 1979, en þá færðust völdin í hendur núverandi klerkastjórnar.

 

Þessi síðasti konungur Írans lést svo úr krabbameini í útlegð í Egyptalandi ári eftir að hafa verið steypt af stóli.

 

Myndin er úr tímaritinu… [Lesa meira]

Stríðslokum fagnað á Rauða torginu í Moskvu 1945

Rauða torgið í Moskvu, kvöldið 9. maí 1945. Fagnað er sigri Rússa í seinni… [Lesa meira]

Tölvur í skrúðgöngu, 1987

Austurþýskar stúlkur sýna nýjustu tækni og vísindi Alþýðulýðveldisins í skrúðgöngu á 750 ára afmæli Berlínarborgar sumarið 1987.… [Lesa meira]