Þegar verðgildi íslensku krónunnar hundraðfaldaðist

Nú þegar tíu þúsund króna seðill er á leiðinni er ekki úr vegi að rifja upp gjaldmiðilsbreytinguna í upphafi árs 1981. Þá var verðgildi krónunnar hundraðfaldað, nýr gjaldmiðill var gefinn út og eldri peningar innleystir fyrir nýja.

 

Lemúrinn hefur áður fjallað um „lukkudýr“ Útvegsbankans, sparibaukinn Trölla.

 

Hér kynnir hinn ljúfi Trölli gjaldmiðilsbreytinguna.

… [Lesa meira]

Mánudagsblaðið árið 1952: Hver verður næsti forseti Íslands?

 

Í janúar 1952 lést í embætti Sveinn Björnsson, fyrsti forseti Íslands.

 

Fyrstu forsetakosningar Íslandssögunnar fóru því fram vorið það ár. (En Sveinn hafði verið kjörinn af Alþingi við lýðveldisstofnun og þjóðkjörinn án atkvæðagreiðslu 1945 og 1949.)

 

Og eins og alltaf var það í fyrstu alls óvíst hver myndi verða næsti forseti. Fjölmargir voru nefndir sem forsetaefni, rétt eins og núna árið 2012.

 

Penninn „Ajax“… [Lesa meira]

Glímubók: 96 ára gömul kennslubók með 36 myndum

Árið 1916 gaf Íþróttasamband Íslands út yfirgripsmikla kennslubók um þjóðaríþróttina glímu. 36 ljósmyndir fylgdu af hinum ýmsu glímubrögðum. En ljósmyndari var Ólafur Magnússon. Hægt er að lesa bókina í heild sinni hér neðst í greininni.

 

Vertu prúður. Taktu þétt og hlýlega í hönd keppinaut þínum. Vertu rólegur. Vertu var um þig, en glímdu vel. Gættu þín fyrir hverju viðbragði. Vertu vakandi. Gerðu þér… [Lesa meira]

Leifar af vígi Jörundar, Arnarhóll árið 1911

Jörundur Hundadagakonungur var ein litríkasta persónan í sögu síðustu alda á Íslandi en hann var um skamma hríð konungur Íslands árið 1809. Margir muna að eitt af verkum Jörundar var að reisa vígi við Arnarhól – svokallað Batterí – þar sem stríðsmenn hans (sem lýst hefur verið sem hálfgerðum rónum) stóðu vörð og munduðu aldagamlar fallbyssur sem grafnar höfðu… [Lesa meira]

„Reykjavík úr flugvjel“: Loftmynd Lofts frá 1928

Árið 1928 var Reykjavík enn agnarlítið þorp, eins og við sjáum hér á loftmynd Lofts Guðmundssonar.

 

„Myndin af miðbænum í Reykjavík sem hjer birtist, er ein af þeim, sem Loftur ljósmyndari tók úr flugvjel í sumar.

 

— Hefir Hans Petersen keypt útgáfurjettinn af öllum þessum myndum og selur stækkanir af þeim.

 

Mun mörgum Reykvíkingum hugleikið að fá í senn ljósmynd og uppdrátt af… [Lesa meira]

Kúrekinn sem tapaði 300 þúsund krónum

Tom Mix, heimsfrægi kvikmyndaleikarinn varð fyrir því óhappi nýlega að frá honum var stolið nærri því öllu, sem hann áttí í reiðum peningum. En það voru um 300 þúsund krónur. Hann geymdi aurana sína í skúffu heima hjá sjer, í stað þess að láta þá í banka.“

 

Fálkinn, ágúst… [Lesa meira]

„Flugeldaknúin flugvjel lendir á tunglinu“

„Það þótti sæta tíðindum, er þýski verkfræðingurinn von Opel fór að knýja bifreiðar áfram með flugeldum í stað hreyfils.

 

Með þessu eldsneyti bjóst hann við að geta náð stórum meiri hraða, en nokkum mann hafði dreymt áður.

 

— Tilraunirnar mistókust að vísu, en samt eru þeir ekki af baki dottnir sem álíta, að takast megi að gera flugvjelar, sem knúðar sjeu áfram… [Lesa meira]

„Óþarfi að þvo sjer um hend­urnar; aldrei þvær maður sjer um fæturna“

„LEIÐARVÍSIR ÍSAFOLDAR

18. Við fótakulda.

Einu sinni voru tveir menn á ferð saman. Þeir komu að kvöldi á gistingastað og fóru að þvo sjer um hendurnar. Þá segir annar þeirra:

 

„Það er nú reyndar mesta heimska og óþarfi, að vera sí og æ að þvo sjer um hendurnar; aldrei þvær maður sjer um fæturna“.

 

Ýkjur eru nú það, að maður þvoi sjer aldrei um fæturnar; en… [Lesa meira]

Æskan árið 1924: „Kisa margan kætir, kisa mýsnar grætir“

Kisugæla

 

Kisa margan kætir,

kisa mýsnar grætir,

kisa bæinn bætir,

bezt sín kisa gætir.

 

Hárið þétt og hér með slétt

hún sitt sjaldan vætir.

Með nipra rófu og netta brá

um nætur allvel kann að sjá.

 

 

Ófrið brá sér öllum frá,

eru það kostir mætir.

Þótt tíðum gangi til og frá,

tifar nett í hverja krá,

svo hennar má ei heyra stjá,

hún þó mýs uppræti.

 

 

Ekki grætir, ei tætir.

Tíðum sprangar leiðir langar,

leitar vítt um… [Lesa meira]

Óvenjulegur hollvættur

ÓVENJULEGUR HOLLVÆTTUR.

 

Hópur íþróttamanna frá Norður-Rhodesíu, sem fór á mót í Vancouver, hafði sjaldgæfan hollvætt með sér í ferðinni.

 

Það er svokallaður hálf-api eða lemúr, og er ekki stærri en svo að hægt er að hafa hann í vasanum.

 

Fálkinn, 24. september… [Lesa meira]

„Sjáðu negrann“

Barna- og unglingablaðið Vorið birti þessa sögu í mars árið 1970. Afrískur innflytjandi í Svíþjóð segir frá starandi fólki og forvitnum börnum.

 

SJÁÐU NEGRANN

 

Hvernig er að vera negri í ókunnu landi, þar sem fólk starir á mann á götunni og ræðir um mann?

 

Georg frá Kenyu í Afríku hefur átt heima í Svíþjóð í þrjú ár, og í þessari grein… [Lesa meira]

Læknir árið 1926: „Er leyfilegt að selja ópíumsígarettur?“

„Er leyfilegt að flytja inn og selja hreinar ópíumsígarettur?

 

Í gær kom maður hér í bænum inn á viðtalsstofu mína og vildi selja mér 10 pakka af sígarettum, sem hann gerði ráð fyrir að einhverjum af sjúklingum mínum gæti þótt góðar.

… [Lesa meira]