„Rottan“ sem leiddi til rauða spjaldsins

Spjaldakerfi knattspyrnunnar virkar mjög einfalt og rökrétt kerfi, gult spjald þýðir að leikmaður er á hálum ís og rautt spjald þýðir brottvikningu. Hinsvegar kom þetta kerfi ekki til sögunnar fyrr en á heimsmeistaramótinu 1970. Innblásturinn að því má rekja til leiks milli Englands og Argentínu í átta liða úrslitum keppninnar fjórum árum fyrr á Wembley.

 

Leikurinn var grófur og vægðarlaus og… [Lesa meira]

Pelé, 1958

Lituð mynd af Pelé árið… [Lesa meira]

GOOOOOOOL: Sturluðustu knattspyrnulýsendurnir

Það er til siðs að íþróttafréttamenn sem lýsa fótboltaleikjum öskri af öllum lífs og sálarkröftum og í sem lengstan tíma þegar mark er skorað. Hjá spænsku- og portúgölskumælandi þjóðum er þetta sérstök list. Þeir æpa gol. Má ekki kalla þetta að góla á íslensku? Hér eru nokkur skemmtileg dæmi:

 

10: Svona á að góla

Andrés Cantor er Argentínumaður en hefur starfað í Bandaríkjunum í… [Lesa meira]

Brasil-Islândia: Viðureignir Íslendinga við bestu fótboltaþjóðina

Heims­meist­ara­keppn­in í fót­bolta í Brasilíu hefst bráðum! Lemúrinn fjallar um ýmsa atburði sem tengir knatt­spyrnu­sögur Íslands og Brasilíu saman.

 

Hér er fjallað um viðureignir Brasilíumanna og Íslendinga á knattspyrnuvellinum. 

 

Fótboltavellir Brasilíu eru orðnir að nokk­urs konar mekka fót­bolt­ans í heim­inum því hvergi ann­ars staðar er jafn­mikil ástríða fyrir þess­ari íþrótt.

 

Ísland og Brasilía hafa ekki haft ýkja mikil tengsl í gegnum tíðina. Fyrir… [Lesa meira]

Var bestur í færeysku deildinni og kyssir bikarinn í fátækrahverfi í Rio

Heims­meist­ara­keppn­in í fót­bolta í Brasilíu hefst bráðum! Lemúrinn fjallar um ýmsa atburði sem tengir knatt­spyrnu­sögur Íslands og Brasilíu saman.

 

Lemúrinn flettir í stórskemmtilegri bók. Futebol: The Brazilian Way of Life eftir breska blaðamanninn Alex Bellos. Í formála segir:

 

Fótboltinn kom til Brasilíu árið 1894. Hin „ofbeldisfulla breska íþrótt“, eins og hún var kölluð, sló óvænt í gegn. Eftir nokkra… [Lesa meira]

„Ariaga! Ariaga II! Bariaga!“: Upplifun Bandaríkjamanna af fótbolta

Simpsonsþátturinn The Cartridge Family frá 1997 lýsir vel upplifun Bandaríkjamanna af fótbolta eða íþróttinni sem þeir kalla soccer.

 

Það er leiðinleg íþrótt, þar sem fá mörk eru skoruð og leikir enda stundum með hinu stórfurðulega fyrirbæri jafntefli sem Kaninn þekkir ekki. Knattspyrnuleikur fer fram í Springfield þar sem Mexíkó og Portúgal mætast.

 

Þarna sjáum við hina frægu leikmenn Ariaga, Ariaga II, Bariaga… [Lesa meira]

Escobararnir tveir: Sagan af eiturlyfjakónginum Pablo og knattspyrnumanninum Andrés

Vídjó

Kólumbíumaðurinn Pablo Escobar var valdamesti og ríkasti eiturlyfjakonungur sögunnar og ríkti eins og keisari á valdastóli sínum í borginni Medellín í Kólumbíu. Árið 1989 birtist hann á lista Forbes yfir ríkustu menn heims en tímaritið mat eignir hans á þrjá milljarða Bandaríkjadala. Á hátindinum var Escobar sagður ráða yfir 80% af heimsmarkaði kókaíns. Hann… [Lesa meira]

Pelé á Íslandi: Hringferð svörtu perlunnar á klakanum

Pelé kom einu sinni til Íslands! Heims­meist­ara­keppn­in í fót­bolta í Brasilíu hefst bráðum. Lemúrinn fjallar um ýmsa atburði sem tengir knatt­spyrnu­sögur Íslands og Brasilíu saman.

 

Þegar kemur að knatt­spyrnu er við fyrstu sýn ekki margt sem bindur Brasilíumenn og Íslend­inga saman. En hér verður þó fjallað um ýmsa atburði sem tengir knatt­spyrnu­sögur land­anna saman.

 

Förum til ársins 1991. Sumarið það ár var einstaklega… [Lesa meira]

Flottustu mörkin á HM 1986

Vídjó

29. júní 1986. Á BBC var að hefjast bein útsending frá Astekavellinum í Mexíkóborg þar sem 115 þúsund manns voru samankomnir til að fylgjast með úrslitaleik HM í Mexíkó 1986. Þar mætti Argentína, með Maradona í broddi fylkingar, Vestur-Þýskalandi. En áður en útsendingin hófst var þessi klippa spiluð með 20 bestu mörkum mótsins.

 

Hér er… [Lesa meira]

Þegar Íslendingar urðu næstum því heimsmeistarar

Vídjó

Í sumum íþróttum er nóg að vinna ríkjandi heimsmeistara til að verða heimsmeistari. En reyndar ekki í knattspyrnu. Frakkar voru heimsmeistarar í fótbolta árið 1998 þegar þeir mættu á Laugardalsvöll og léku gegn Íslendingum í undankeppni Evrópumótsins 2000. Eins og flestir muna gerðu Íslendingar jafntefli við Frakka, 1-1. Íslendingar fögnuðu eins og þeir hefðu… [Lesa meira]