Warning: mysqli_query(): (HY000/1): Can't create/write to file '/tmp/#sql-temptable-21c-6bacb-cede.MAI' (Errcode: 28 "No space left on device") in /var/www/virtual/lemurinn.is/htdocs/wp-includes/wp-db.php on line 2033

Warning: mysqli_num_fields() expects parameter 1 to be mysqli_result, bool given in /var/www/virtual/lemurinn.is/htdocs/wp-includes/wp-db.php on line 3380
Lemúrinn | tímarit um allt

Íslandskynning Magnúsar Ólafssonar 1925

Magnús Ólafsson (1862 – 1937) var brautryðjandi í ljósmyndun á Íslandi. Samkvæmt Borgarsögusafni var hann „ljósmyndari Reykjavíkur“, enda eru verk hans „kjölfestan í safneign Ljósmyndasafns Reykjavíkur“. Ljósmyndir hans tilheyra almenningi því þær eru fallnar úr höfundarétti.

 

Löngu fyrir auglýsingaherferðina Inspired by Iceland var búið að undirbúa vandaða kynningu á landi og þjóð þar sem flakkað var landshorna á milli.… [Lesa meira]

Upp og niður Laugaveginn í tímavél – skipulag, hús og mannlíf

Þau Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur og Guðni Valberg arkitekt vöktu mikla og verðskuldaða athygli fyrir fyrstu bók sína, Reykjavík sem ekki varð, sem kom út árið 2014. Nú hefur nýtt verk eftir þau Önnu og Guðna litið dagsins ljós, Laugavegur.

Eins og nafnið gefur til kynna er það lífæð höfuðborgarinnar, gatan okkar allra sem er miðstöð verslunar, menningar, veitingastaða… [Lesa meira]

Sáluhjálp Le Corbusier: Einstakar rústir í skoskri sveit

Þessi grein fjallar um rústir einstakrar byggingar í skoskri sveit, Prestaskóla Péturs Postula (e. St. Peter’s Seminary). Út af fyrir sig eru rústirnar stórmerkilegar, og áhugaverðar einvörðungu frá sjónarhóli arkitektúrs, en þegar betur er að gáð leynast áhugaverðar staðreyndir á bak við sögu þeirra sem varpa ljósi á þróun trúarbragða í nútímanum og hlutverk borgarskipulags þegar kemur að velferð íbúa.

 

Prestaskólinn… [Lesa meira]

Föðurland: Hvað ef Hitler hefði sigrað?

Skáldsagan Föðurland (Fatherland) eftir Robert Harris kom út 1993 í íslenskri þýðingu Guðbrands Gíslasonar. Bókin fylgir „hvað ef?“-forminu. Hún spyr hvað hefði gerst ef Adolf Hitler og Þýskaland nasismans hefði sigrað í síðari heimsstyrjöldinni. Árið 1994 gerði HBO sjónvarpsmynd byggða á bókinni.… [Lesa meira]

Leiðir til að sjá: Frábær heimildarmynd um myndlist eftir John Berger

Vídjó

Breski listrýnirinn og rithöfundurinn John Berger lést árið 2017, níræður að aldri.

Hann er líklega frægastur fyrir heimildarþáttaröðina „Ways of Seeing“ sem hjá BBC árið 1972. Í þáttunum, sem eru fjórir talsins, dregur Berger á snilldarlegan hátt fram hvernig fólk horfir á listaverk sögunnar út frá ólíkum sjónarhóli á hverjum tíma. Berger gaf síðar út… [Lesa meira]

Rafmögnuð Reykjavík: Heimildarmynd um sögu raftónlistar á Íslandi

Heimildarmyndin Rafmögnuð Reykjavík rekur sögu raf- og danstónlistar á Íslandi.

Raftónlist er ekki lengur jaðarfyrirbæri í dag og er spiluð á vinsælustu skemmtistöðum Reykjavíkur. En fyrir þrjátíu árum var slík tónlist nokkurs konar neðanjarðarstarfsemi sem breiddist hratt út á meðal ungs fólks á meðan eldri kynslóðir klóruðu sér í kollinum.

Í þessari mynd frá 2008, sem Arnar Jónasson leikstýrði, eru viðtöl við… [Lesa meira]