Carl Dean, þá 24 ára, og Dolly Parton, þá 20 ára, nýgift í smábænum Ringgold í Georgíuríki. Árið er 1966. Þau eru enn gift í dag. Dean hefur verið aðdáendum Parton nokkur ráðgáta. Hann hefur ávallt forðast sviðsljósið og vildi ekki nýta sér himinháar tekjur eiginkonu sinnar til að halda sér á floti. Þess í stað rak hann malbikunarfyrirtæki í Nashville allan sinn starsferil sem lauk við upphaf 21. aldar. Dean á sér þó rómantíska hlið að sögn Parton, hann kemur ótt og títt með blómvendi heim úr erindagjörðum og á einnig til að yrkja ástarljóð handa eiginkonu sinni.
Myndaalbúmið Gallerí
Myndaalbúm Lemúrsins geymir forvitnilegar ljósmyndir úr sögunnar rás. Flestar myndirnar eru frá opinberum stofnunum eða söfnum víða um heim.