Í þjóðargrafreiti Íslendinga á Þingvöllum áttu að hvíla helstu þjóðhetjur og þjóðskáld nýsjálfstæðs lands. Árið 1946 voru bein Jónasar Hallgrímssonar flutt frá Danmörku (reyndar telja margir að röng bein hafi verið flutt) og grafin á þessum stað, sem Jónas frá Hriflu vildi að yrði „Westminster Abbey“ Íslands.

Fyrir hafði Einar Benediktsson verið grafinn þar. En með breyttum áherslum og hugarfari var horfið frá að grafa fleiri í þjóðargrafreitnum og hefur hann hvílt í friði síðan.

Verk Ragnars Kjartanssonar „Morgunn á Þingvöllum“ frá 2007 sýnir þrjár léttklæddar konur við leiði Jónasar. Ljósmyndin framkallar undarlegar tilfinningar og lætur okkur hugleiða merkingu þjóðararfs, ættjarðarástar, sjálfsímyndar og sögu sjálfstæðisbaráttunnar. Og um leið minnumst við Jónasar.

Mynd Ragnars prýðir plötu Megasar og Senuþjófanna, „Hold er mold“.

Vídjó