Vídjó

Jóhann K. Pétursson Svarfdælingur (1913–1984) var sem kunn­ugt er stærsti Íslend­ingur sem sögur fara af, 2,34 m á hæð. Hann starf­aði áratugum saman við sirk­us­sýn­ingar og kvik­mynda­leik, fyrst í Kaupmannahöfn — þar sem hann fest­ist á stríðs­ár­unum — og síðar í Bandaríkjunum þar sem hann bjó meiri­hluta ævinnar.

 

Hér má heyra viðtal sem tekið var við hann á Íslandi árið 1972 en þá hafði hann meðal annars getið sér orð fyrir að hafa leikið í vinsælli Hollywood-mynd nokkrum áratugum fyrr. Kvikmyndin hét Prehistoric Women, og fjallaði um hóp steinaldarkvenna sem hataðist við karlmenn.

 

Hér sjáum við þessa mynd. Jóhann leikur vondan kall sem vill hinu fólkinu illt. En Jóhann Svarfdælingur var langt frá því að vera vondur, og virðist hafa verið hið mesta ljúfmenni.

 

Vídjó

 

Jóhann með Kristjáni Eldjárn forseta.

Jóhann með Kristjáni Eldjárn forseta.

 

Tengdar greinar: Jóhann Svarfdælingur hjálpar dönskum listamönnum