Hér sést húsfreyjan og síldarkonan Hólmfríður Sigurlaug Davíðsdóttir (1906-1999) að salta síld á Siglufirði einhvern tímann á 5. eða 6. áratugnum. Hún gerði það samtals í 42 sumur.

 

Dætur Sigurlaugar færðu nýlega Síldarminjasafninu að gjöf skúlptúr úr smiðju Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur. Skúlptúrinn er byggður á þessari ljósmynd af Sigurlaugu og situr á bryggjunni í Bátahúsinu á safninu á Siglufirði.

 

"Síldarstúlkan" á Síldarminjasafninu á Siglufirði

„Síldarstúlkan“ á Síldarminjasafninu á Siglufirði

 

Hér sjást svo fyrirmyndin og skúlptúrinn hlið við hlið.

 

Sigurlaug og skúlptúrinn

Sigurlaug og skúlptúrinn

 

Sigurlaug Davíðsdóttir er langamma höfundar.