Rushmore-fjall í Suður-Dakóta fylki í Bandaríkjunum þekkja sennilega flestir í sjón. Enda er ein af þekktari höggmyndum veraldar höggvin í graníthlíðar fjallsins. 18 metra há andlit fyrrum forseta Bandaríkjanna, þeirra George Washington, Thomas Jefferson, Theodore Roosevelt og Abraham Lincoln, hafa löngum verið áberandi í kvikmyndum og margskonar afþreyingu og koma því flestum kunnuglega fyrir sjónir þó svo að viðkomandi hafi aldrei séð fjallið með berum augum.

 

Fjölmargir skoða þetta tilkomumikla verk með berum augum. Rúmlega tvær milljónir ferðamanna leggja leið sína að fjallinu á ári hverju. En færri muna sennilega eftir fjallinu eins og það leit út fyrir árið 1927, en það ár hófst myndhöggvarinn Gutzon Borglum handa við að höggva og sprengja í bergið.

 

 Svona sá Borglum fyrir sér verkið fullklárað en aðeins Washington fékk meira en bara andlitsmynd.

Svona sá Borglum fyrir sér verkið fullklárað en aðeins Washington fékk meira en bara andlitsmynd.

 

Framkvæmdir við höggmyndina stóðu frá árinu 1927 til ársins 1941. Borglum hafði á því tímabili sér til aðstoðar um 400 verkamenn, en entist þó ekki aldur til að ljúka verkinu þar sem hann lést árið 1941.

 

Mt. Rushmore áður en forsetarnir komu þangað.

Mt. Rushmore áður en forsetarnir komu þangað.

 

Dánarorsök var blóðtappi en enginn verkamaður lét lífið við framkvæmdirnar. Sonur Borglum tók við verkinu af föður sínum en ekki tókst að tryggja frekari fjármagn í verkið enda seinni heimsstyrjöldin hafin og stórar túristagildrur sennilega ekki efst á forgangslista Bandaríkjaþings.

 

Þá kom einnig í ljós að bergið neðar í fjallinu þoldi illa dýnamítsprengingar og hentaði í raun alls ekki fyrir verk af þessari stærðargráðu.

 

Dean_Franklin_-_06.04.03_Mount_Rushmore_Monument_(by-sa)-3_new

Mt. Rushmore í dag. Leiddar hafa verið að því lýkur að líftími verksins án viðhalds hlaupi á 100-200 þúsund árum og það verði því það mannanna verk sem lengst lifir.

 

Sagnfræðingurinn Doane Robinson, heimamaður frá Suður-Dakóta, er sagður hafa átt hugmyndina að því að gera höggmyndir af frægum einstaklingum í Rushmore fjall, og var tilgangurinn sá að efla ferðamennsku á svæðinu.

 

Forsetarnir fjórir voru ekki hluti af hans hugmyndum en hann vildi bandarískar alþýðuhetjur á fjallið, landkönnuðina Lewis og Clark, kúrekann Buffalo Bill og indjánahöfðingjann Red Cloud (Rauða Ský).

 

Borglum vildi frekar höfða til þjóðarstolts Bandaríkjamanna og valdi forsetana fjóra. Meðan á verkinu stóð kom fram sú hugmynd að bæta mannréttindafrömuðinum Susan B. Anthony í hópinn en ekki fékkst fjármögnun fyrir því.

 

Mt. Rushmore á sér þó sínar skuggahliðar. Ekki eru allir á eitt sáttir með að höggvið hafi verið í fjallið og flokka verkið einfaldlega sem náttúruspjöll.

 

Þá voru Sioux indjánar afar ósáttir við framkvæmdina, enda er svæðið heilagt í þeirra augum og bandaríska ríkið hafði gefið þeim loforð um að þeir mættu hafa það í friði. Það loforð fauk útum gluggann þegar í ljós kom að gull fannst í jörðu á svæðinu.

 

Crazy_Horse_Memorial_(closeup_view)

Nærmynd af Crazy Horse.

 

Sem nokkurs konar svar við verkinu hófust þeir handa við sinn eigin minnisvarða í nágrenninu, risastóra höggmynd af indjánastríðsmanninum Crazy Horse, þar sem hann situr á hesti og bendir.

 

Höfuðið á honum er miklu stærra en höfuðin á forsetunum, eða 27 metrar. En höfuðið er líka eini hluti verksins sem er tilbúinn. Framkvæmdir hófust árið 1948 og standa enn, og verkinu miðar lítið áfram.

 

Ef verkið verður einhvern tímann klárað verður það stærsta stytta heims sem og sú stærsta sem ekki verður af trúarlegri veru.

 

Svona var draumurinn. Borg átti að rísa í kringum glæsilega styttuna.

Svona var draumurinn. Borg átti að rísa í kringum glæsilega styttuna.

 

Crazy_Horse_Memorial_Model

 

05212015Blast15008copyrightCHM4

Svona er verkið í dag. Langt í land og engin borg í kring.

 

Mt. Rushmore og Crazy Horse eru bæði á svæði sem kallast Svörtu hæðir (Black hills) en um 27 km eru þó á milli þeirra. Granít er algengasta bergtegundin á svæðinu sem gerir það mjög heppilegt fyrir höggmyndir.

Mt. Rushmore og Crazy Horse eru bæði á svæði sem kallast Svörtu hæðir (Black hills) en um 27 km eru þó á milli þeirra. Granít er algengasta bergtegundin á svæðinu sem gerir það mjög heppilegt fyrir höggmyndir.