Höfundur Múmínálfanna, Finninn Tove Jansson, myndskreytti Hobbitann eftir J.R.R. Tolkien fyrir sænska útgáfu bókarinnar 1962. Bókin er löngu uppseld í dag. Hobbitinn fjallar um ferðalag og ævintýri hobbitans Bilbó og er nokkurs konar formáli Hringadróttinssögu.
Margir listamenn hafa túlkað þessar sögur Tolkiens í myndskreytingum, en LEMÚRINN hefur til dæmis sagt frá rússneskri útgáfu sögunnar. Svo má til gamans minna á rússneskar teikningar af múmínálfum Tove Jansson.