„Íslenskar stúlkur eru alveg jafn hjartahlýjar og glæsilegar og suðrænar meyjar, þrátt fyrir kuldalegt nafn eyjunnar þeirra,“ segir í þessari þöglu mynd frá 1932. Íslenskar stúlkur dansa og teygja sig.
„Jafnvægi og tími – fullkomið.“
Stúlkurnar virðast vera á íþróttavelli í Bretlandi. Vita lesendur meira um málið?
Myndskeiðið er geymt hjá breska filmusafninu British Pathé sem Lemúrinn hefur grúskað töluvert í.