Lemúrinn hefur áður fjallað um Vetrarstríðið, en það hófst haustið 1939 þegar Sovétríkin réðust inn í Finnland. Stríðið stóð í rúma þrjá mánuði og varð 150 þúsund manns að bana. Orsakir átakanna má rekja til Stalíns, harðstjórans ógurlega, sem vildi ná undir sovésk yfirráð þau svæði sem runnið höfðu frá Rússum til Finna við undirritun Brest-Litovsk samningsins 1917.
Vesturveldin gerðu lítið til þess að hjálpa Finnum gegn þessu mikla ofurefli. Og þó, hópur í Bandaríkjunum sem kallaði sig Vinir Finnlands (e. Friends of Finland) fjármagnaði eftirfarandi áróðursmyndband. Eins og í mörgum áróðursmyndum þessa tíma er ekki farið sparlega með stóru orðin. Þar er siðmenntuð, hugrökk og heiðarleg þjóð frelsisunnenda og lýðræðissinna sýnd undir ógn frá illum bolsévikum í austri.