Vídjó

Lemúrinn hefur áður fjallað um Vetrarstríðið, en það hófst haustið 1939 þegar Sovétríkin réð­ust inn í Finnland. Stríðið stóð í rúma þrjá mán­uði og varð 150 þúsund manns að bana. Orsakir átak­anna má rekja til Stalíns, harðstjórans ógurlega, sem vildi ná undir sov­ésk yfir­ráð þau svæði sem runnið höfðu frá Rússum til Finna við und­ir­ritun Brest-​​Litovsk samn­ings­ins 1917.

 

Vesturveldin gerðu lítið til þess að hjálpa Finnum gegn þessu mikla ofurefli. Og þó, hópur í Bandaríkjunum sem kallaði sig Vinir Finnlands (e. Friends of Finland) fjármagnaði eftirfarandi áróðursmyndband. Eins og í mörgum áróðursmyndum þessa tíma er ekki farið sparlega með stóru orðin. Þar er siðmenntuð, hugrökk og heiðarleg þjóð frelsisunnenda og lýðræðissinna sýnd undir ógn frá illum bolsévikum í austri.