Þessi fræga áróðursmynd sósíalista ber heitið Pýramídi auðvaldskerfisins. Hún kom fyrst út árið 1911 í borginni Cleveland í Bandaríkjunum. Skráðir höfundar eru Nedeljkovich, Brashick og Kuharich.

 

Myndin sýnir valdkerfi kapítalismans frá sjónarhorni sósíalista. Fámennar elítur lifa í vellystingum á meðan blekkt og kúguð verkamannastétt þrælar undir oki þeirra.