Sögurnar um Bangsímon eftir Englendinginn A.A. Milne fóru sigurför um heiminn enda eru þær einstaklega fallegar og djúpvitrar barnasögur fyrir alla aldurshópa. Bangsímon hefur verið þýddur á fjöldamörg tungumál og selst í tugmilljónum eintaka um allan heim. Og teiknimyndir Disney um Bangsímon eru með vinsælasta barnaefni sögunnar.
Í miðju kalda stríðinu kepptust Bandaríkjamenn og Sovétmenn um ýmislegt, til dæmis geimferðir og kjarnorkuvígbúnað, en einnig um þennan litla bangsa. Því Rússar gerðu sína teiknimyndaútgáfu um Bangsímon sem við sjáum hér að ofan og þykir eitt mesta afrek Rússa í teiknimyndagerð. Fyodor Khitruk leikstýrði. Þetta er allt annað útlit en í Disney-myndunum sem byggðu á upphaflegum teikningum E.H. Shepard.
Lemúrinn hefur áður fjallað um sovéska Hobbitann og sovésku Múmínálfana.