Vídjó

Bandarískar orrustuþotur á flugi yfir Surtsey í mótun, loftmyndir af Reykjavík, sundsprettur á Hótel Loftleiðum. Og magnaðar senur sem sýna náttúru og samfélag á Íslandi. Þetta eru atriði í merkilegri heimildarmynd í lit sem gerð var um Ísland árið 1965 á vegum NATO. Virtir franskir kvikmyndagerð sáu um gerð þessarar myndar. Einn þeirra hafði meðal annars hlotið Óskarsverðlaun og var einnig frægur fyrir að finna upp borðspilið þekkta Risk.

 

Norður-Atlantshafsbandalagið lagði töluvert fjármagn í gerð heimildarmynda um aðilarlöndin en Lemúrinn hefur áður birt sambærilega mynd um Ísland sem gerð var árið 1950. Einnig er hægt að horfa á heimildarmyndirnar sem gerðar voru um hin aðildarlöndin sama ár á síðunni.

 

En heimildarmyndin Prospect of Iceland frá 1965 sem við sjáum í dag er talsvert lengri og ítarlegri en sú sem kom út 15 árum áður. Hún er feikilega vel kvikmynduð og það er ljóst að kvikmyndagerðarmennirnir höfðu úr miklu fjármagni að ráða. Enda er fjölmörg atriði tekin úr lofti og við erfiðar aðstæður í náttúru Íslands.

 

Henry Sandoz stjórnaði gerð myndarinnar. Einn tökumanna var Albert Lamorisse, franskur kvikmyndagerðarmaður og rithöfundur. Árið 1956 sendi hann frá sér stuttmyndina Rauðu blöðruna sem fjallaði um ungan dreng sem finnur stóra rauða helíumblöðru sem eltir hann síðan um hvippinn og hvappinn. Lamorisse hlaut bæði stuttmyndarverðlaun á Cannes og Óskarsverðlaun fyrir besta handrit.

 

En Lamorisse var ekki einungis frægur fyrir kvikmyndir því hann árið 1957 upp borðspilið La Conquête du Monde sem síðar átti eftir að fara sigurför um heiminn undir nafninu Risk. Hann lést árið 1970 í þyrluslysi í Íran þar sem hann var við tökur á heimildarmynd.