Árið 2004 veiktist Palestínuleiðtoginn Yasser Arafat skyndilega og lést skömmu síðar, 75 ára að aldri. Ekki virðist þó allt hafa verið með felldu. Margt bendir til þess að geislavirki þungamálmurinn pólóníum hafi dregið hann til dauða. Aðeins leyniþjónustur kjarnorkuríkja þykja líklegar til þess að geta orðið sér úti um þetta fágæta frumefni í nægilegu magni til þess að verða mönnum að bana.
Katarska fréttastöðin Al-Jazeera fjallar um málið í þessum fimmtíu mínútna fréttaþætti.