BBC heimildarmyndin Inside the Saudi Kingdom (ísl. Í Sádí-konungdæminu) frá árinu 2008 veitir sérstaka sýn á íhaldssama þjóðfélagsskipan Sádí-Arabíu, sem er eitt afturhaldssamasta þjóðríki heims. Þar í landi ríkja sjaría-lög og óbilgjarnt einræði Sád-fjölskyldunnar, og réttindi kvenna eru takmörkuð. Sádarnir eru nánir bandamenn Bandaríkjanna, enda sér landið fyrir um 10% af olíuframleiðslu heims.

 

Við gerð myndarinnar fékk kvikmyndagerðarmaðurinn Lionel Mill sérlegan og óvenjulegan aðgang að bróðursyni Abdúlla konungs, Prins Saud bin Abdul Mohsen, en hann er einn af valdamönnum Sád-fjölskyldunnar og ríkisstjóri borgarinnar Ha’il. Prins Saud var menntaður í Bretlandi og ræðir ítarlega um land sitt og þjóð, um arabíska réttvísi og um þær þjóðfélagsbreytingar sem internetið og aukin menntun kvenna munu innleiða.

 

 


Inside the Saudi Kingdom (BBC Documentary) by TitiToto01