Drekkingarhylur, Brennugjá, Höggstokkseyri og Gálgaklettar eru örnefni á gamla alþingisstaðnum á Þingvöllum. Það voru allt aftökustaðir og af þeim er Drekkingarhylur í Almannagjá líklega þekktastur. 18 konum var drekkt í honum, fyrir meint skírlífsbrot og „hórdóm“.

 

Á Þingvöllum voru með nærfellt fullri vissu 72 menn (karlar og konur) teknir af lífi að undangengnum dómum. Þar af 30 hálshöggnir, 15 hengdir, 18 konum drekkt, og 9 galdramenn eða guðlastarar brenndir. Er þá miðað við árabilið frá 1602 til 1752, þegar síðast var þar tekinn maður af lífi, hálshöggvinn. […]

 

Heimildir eru fyrir því, að konunum hafi verið drekkt þannig að þær voru settar í poka og síðan haldið niðri í vatninu með stöng, þar til víst var að þær væru drukknaðar (þ.e. þær voru hættar að brjótast um). (Úr greininni Aftökuörnefni eftir Pál Sigurðsson)

 

Þingvelllir um aldamótin 1900.

 

Almannagjá.

Myndirnar tók breski ljós­mynd­ar­inn Frederick W.W. Howell, sem ferð­að­ist til Íslands og Færeyja (Cornell University Library).

 

Howell var mikið á Íslandi á síð­asta áratug nítj­ándu aldar og starf­aði meðal ann­ars sem leið­sögu­maður fyrir erlenda ferða­langa. Hann gekk á Hvannadalshnúk árið 1891, hugs­an­lega fyrstur manna, og fór yfir Langjökul þveran 1899. En Howell drukkn­aði í Héraðsvötnum sumarið 1901 og var jarð­aður að Miklabæ. Lemúrinn mælir með bók­inni Ísland Howells — Howell’s Iceland (1890–1901), eftir list­sagn­fræð­ing­inn Frank Ponzi, en hún kom út árið 2004.

 

„Howell tók þessar myndir á þeim tíma sem nútíma­menn­ing var vart farin að ryðja sér til rúms á Íslandi, og því hafa þær mikið heim­ilda­gildi,“ sagði Ponzi í við­tali við Morgunblaðið árið 2004.

 

Fleiri myndir eftir Howell hér.