Þann átjánda desember árið 1941 var rétt rúm vika síðan Adolf Hitler, leiðtogi Þýskalands, hafði tekið þá afdrifaríku ákvörðun að lýsa stríði á hendur Bandaríkjunum.
En jólin nálguðust líka, og foringinn gaf sér líka tíma til þess að halda háttsettum nasistum notalegt jólaboð í München.
Nasistar notuðu kristnar hefðir og siði eftir hentisemi. Fyrir stríð vildu margir áróðursmenn nasista halda frekar upp á jólin sem einhverskonar norræna sólstöðuhátíð en hina kristnu jólahátíð. En þegar heimsstyrjöldin stóð sem hæst héldu Þjóðverjar einfaldlega upp á „stríðsjól“, eins og jólakort Nasistaflokksins árið 1944 orðaði það, þar sem þýska þjóðin og Hitler sjálfur voru í aðalhlutverki.
Hirðljósmyndari Hitlers, Hugo Jaeger, tók þessar myndir í jólaboðinu í München 1941. Lemúrinn hefur áður birt fleiri forvitnilegar litmyndir Jaegers af Hitler.